Allt mér að kenna

Það er hugsanlegt að það sé mér að kenna að við erum að tapa leiknum. Ég held ég sé ólukkutröll fyrir íslenskan handbolta. Úrslitaleikurinn er eini leikurinn sem hægt hefur verið að horfa á í Kanada og þetta er því eini leikurinn sem ég hef átt kost á að sjá. Og þá hrynur allt.

Annars er ég ekkert ógurlega svekkt. Við erum nú þegar búin að vinna stórkostlegan sigur með því að komast í úrslitin og þótt við töpum þessum leik (sem er reyndar ekki útséð með ennþá en þó líklegt þar sem við munum tæpast vinna upp níu marka mun á átján mínútum) þá get ég ekki séð að gleði okkar dvíni of mikið. 

Og þar sem þetta er aðeins annar handboltaleikurinn sem ég sé á níu árum (sá annað hvort Þór eða KA spila fyrir sex árum heima á Akureyri - hér er aldrei hægt að sjá handbolta) þá skemmti ég mér konunglega. Það hefði reyndar verið skemmtilegt að sjá strákana í toppformi. Hefði viljað sjá þá gegn Spáni eða Póllandi fremur en núna í nótt (já, klukkan er tæplega tvö að nóttu hjá mér). 

Skemmtilegt annars að sjá Frakkana. Þeir eru með býsna stórkostlegt lið. Við þurfum ekkert að skammast okkar fyrir að tapa fyrir þeim. Og markmaðurinn þeirra er alveg magnaður. Minnir mig á Guðmund Hrafnkelsson í stuði. Ég sakna hans.

Þetta er annars búið að vera heilmikið íþróttakvöld. Ég spilaði sjálf í innanhússboltanum fyrr í kvöld. Liðið mitt var að spila um þriðja sætið í deildinni og það hófst. Bronsið staðreynd og liðið hefur aldrei náð eins langt - svona eins og íslenska liðið í handbolta. Við urðum reyndar í öðru sæti í deildarkeppninni en þetta var úrslitakeppnin, svokallað 'playoffs'. Í norður-amerískum íþróttum skiptir úrslitakeppnin alltaf meira máli en deildarkeppnin. Sumarvertíðin er því búin en eftir þrjár vikur hefst vetrarvertíðin. Það er því ekki löng pása sem við fáum.

Leik er annars lokið núna og silfrið staðreynd.

TIL HAMINGJU STRÁKAR. ÞIÐ ERUÐ ÆÐISLEGIR. 

Wizard Wizard Wizard Wizard Wizard Wizard Wizard Wizard Wizard Wizard Wizard Wizard Wizard Wizard Wizard Wizard Wizard Wizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þetta var ekkert þér að kenna.  Við megum vera stolt af að vera Íslendingar.  Það var engin skömm að tapa fyrir Frökkum í þessum leik.  Þeir voru því miður bara betri og okkar menn of spenntir enda höfðu Frakkar nægan tíma til að kortleggja leikinn í þaula.      Áfram Ísland. 

ps Átt bara að flagga í dag. 

Marinó Már Marinósson, 24.8.2008 kl. 11:32

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég hélt að þeir væru að tapa af því að ég horfði ... og sofnaði yfir seinni hálfleiknum en það dugði ekki til. Reyndar horfði ég á undanúrslitaleikinn á föstudaginn og var eins og undin tuska á eftir - og þeir unnu samt. Silfur er frábær árangur, mikil landkynning og nú megum við eiga von á stríðum straumi fólks sem heyrði fyrst talað um Ísland í vikunni. Eins gott að ferðaþjónustan bretti upp ermar

Berglind Steinsdóttir, 24.8.2008 kl. 11:49

3 identicon

Stina tho...................!

Rut (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband