Ólympíuleikunum lokið - átján mánuðir í þá næstu

Íslenska landsliðið stóð sig frábærlega það er ekki nokkur spurning. Skrítið annars að Ólympíuleikunum sé lokið. Átján mánuðir í þá næstu og þá verður nú heldur betur fjör hjá mér enda í miðri hringiðunni þegar þar að kemur.

Ein flottasta auglýsing sem ég hef séð lengi er frá símafyrirtækinu Bell þar sem sýnt er nokkurs konar boðhlaup á milli mismunandi íþróttagreina. Í dag bættu þeir við niðurtalningu fyrir Ól 2010. Flott.

 

 

Bæti við annarri frá Bell þar sem sjá má bjórana tvo (sem eru í flestum auglýsinga þeirra) horfa á Ólympíuleika í sjónvarpi. Bell er opinber stuðningsaðili fyrir Ólympíuleikana 2010. 

 

 
Annars skipti ég ekki við Bell. Er með heimasíma frá Telus og farsíma frá Rogers.  Og ég leyfi mér að borða hamborgara frá A&W þótt McDonalds sé opinber stuðningsaðili fyrir leikana. En ef ég keyrði bíl merktan Vanoc mætti ég ekki leggja fyrir framan samkeppnisaðilana. Skrítið.
mbl.is Árangur Íslands skiptir miklu máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Eins og við segjum;  þú átt eftir að rúlla þessu upp.    Bell auglýsingarnar eru flottar.

Marinó Már Marinósson, 25.8.2008 kl. 00:08

2 identicon

Skemmtileg þessi efri auglýsing sérstaklega. Þú verður þá opinber fréttaritari fyrir ÓL-2010? Hmm....

líst vel á það!

Kærar kveðjur! 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband