Ólympíuleikunum lokið - átján mánuðir í þá næstu
24.8.2008 | 23:53
Íslenska landsliðið stóð sig frábærlega það er ekki nokkur spurning. Skrítið annars að Ólympíuleikunum sé lokið. Átján mánuðir í þá næstu og þá verður nú heldur betur fjör hjá mér enda í miðri hringiðunni þegar þar að kemur.
Ein flottasta auglýsing sem ég hef séð lengi er frá símafyrirtækinu Bell þar sem sýnt er nokkurs konar boðhlaup á milli mismunandi íþróttagreina. Í dag bættu þeir við niðurtalningu fyrir Ól 2010. Flott.
Bæti við annarri frá Bell þar sem sjá má bjórana tvo (sem eru í flestum auglýsinga þeirra) horfa á Ólympíuleika í sjónvarpi. Bell er opinber stuðningsaðili fyrir Ólympíuleikana 2010.
Annars skipti ég ekki við Bell. Er með heimasíma frá Telus og farsíma frá Rogers. Og ég leyfi mér að borða hamborgara frá A&W þótt McDonalds sé opinber stuðningsaðili fyrir leikana. En ef ég keyrði bíl merktan Vanoc mætti ég ekki leggja fyrir framan samkeppnisaðilana. Skrítið.
![]() |
Árangur Íslands skiptir miklu máli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eins og við segjum; þú átt eftir að rúlla þessu upp. Bell auglýsingarnar eru flottar.
Marinó Már Marinósson, 25.8.2008 kl. 00:08
Skemmtileg þessi efri auglýsing sérstaklega. Þú verður þá opinber fréttaritari fyrir ÓL-2010? Hmm....
líst vel á það!
Kærar kveðjur!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 01:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.