Sjáið þessa dúllu

Ég er búin að fá mér gæludýr. Fann þennan við Sleðamiðstöðina í Whistler (þar sem sleðakeppni Ól mun fara fram). Því miður fékk ég ekki að taka hann með mér heim að þessu sinni því við vorum á fyrirtækisbíl og samferðamenn mínir harðneituðu að deila sæti með birni. Veit ekki af hverju, við höfðum nóg pláss.

Whistler Sliding Centre - Venue tour 036

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Marinó Már Marinósson, 29.8.2008 kl. 19:01

2 Smámynd: Mummi Guð

Sætur bangsi, en mér finnst þeir fallegri hvítu bangsarnir sem eru alltaf skotnir á Íslandi

Mummi Guð, 29.8.2008 kl. 23:03

3 Smámynd: Einar Indriðason

ÍSBJÖRN! ÍSBJÖRN!  (í dulargerfi!)  Ertu búin að hringja í Landhelgisgæsluna og alla þá? 

Einar Indriðason, 29.8.2008 kl. 23:07

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég á annann af Hundakyni.

Hún heitir Embla og á sér svona tennur líka, bara minni.

 Ef þú kíkir inn á bloggið mitt sérð þú afar sæta tík af kyni þýskra fjárhunda.

Greind, flott og passar Afabörnin vel.

Er löngu farin í hundana það er Schefer hunda.

Bjarni Kjartansson, 29.8.2008 kl. 23:56

5 identicon

Mer vard nu hugsad til theirra sem eiga eftir ad taka thatt i sledakeppninni -nu eda aefa sig i brekkunum tharna fyrir OL2010. Nu er thad a thina abyrgd ad gefa nyja gaeludyrinu thinu reglulega ad borda svo thad verdi ekki banhungrad a mikilvaegu augnabliki og lati ser detta i hug ad taka ser sledafolk til munns! Eg se alveg fyrir mer fyrirsagnirnar i heimspressunni!

Rut (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 12:40

6 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Svo framarlega sem global warning tekur ekki kipp ætti sleðafólkinu að vera óhætt - þegar það er hér er Bangsimon í bóli. Það eru túrhestarnir á sumrin sem þurfa að passa sig og mér er auðvitað sama um þá. Annars ætti ég ekki að segja það. Það hefur verið óvenju mikið um það í sumar að birnir ráðast á fólk, meira að segja hér í Vancouver. Í Whistler hefur þurft að skjóta þrjá birni nú upp á síðkastið því þeir eru orðnir of djarfir nálægt fólki. Greyið bangsarnir. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 30.8.2008 kl. 15:33

7 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ísbjörn já. Mér fannst líka ísbirnir fallegri þegar ég var yngri en ég er ekki viss lengur. Svartbirnir eru svo miklir hnoðrar og svo miklar dúllur. Annars segi ég þetta kannski bara af því að ég hef séð svartbirni og grizzly birni en aldrei ísbjörn. Einar, landhelgisgæslan er of upptekin við að fylgja meinum ísbjarnasporum (þ.e. hófförum eftir hesta), til að hafa tíma fyrir svona kríli.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 30.8.2008 kl. 15:36

8 Smámynd: Sigurjón

Passaðu þig bara að hann geri þér ekki bjarnargreiða...

Sigurjón, 31.8.2008 kl. 21:19

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 31.8.2008 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband