Tónlistarlífiđ í Vancouverborg
1.9.2008 | 19:01
Tónlistarlífiđ í Bresku Kólumbíu er blómlegt og héđan hafa komiđ ýmsar stórstjörnur svo sem Michael Bublé, Nelly Furtado, Gob, Matthew Good, Be Good Tanyas, Hot hot Heat, Diana Krall, 54-40, Swollen Members, og margir ađrir hafa sest hér ađ eins og Bryan Adams, Nickelback, Ringo Starr (ađ hluta til), Sarah McLachlan, Bif Naked, ofl.
Ţá koma hingađ flestar stórstjörnur og spila á tónleikum, ásamt aragrúa minna ţekktra tónlistarmanna. Ţađ er hćgt ađ fara á nokkra spennandi tónleika í hverri viku.
En ţađ sem er kannski mikilvćgast og ţađ sem myndar rćturnar fyrir allt hitt, er tónlistin sem spiluđ er á börum og klúbbum á hverju einasta kvöldi.
Liza sem vinnur međ mér á vinkonu sem heitir Monica Lee og er jazz/blús söngkona hér í borg. Hún spilar á hverju fimmtudagskvöldi á stađ sem heitir The Libra Room. Ţau eru bara ţrjú í bandinu, Monica, gítarleikarinn og trommuleikarinn (sem er guđdómlegur). Hljómurinn er hreinn og fallegur og ţau spila hreinlega í glugganum á stađnum og á sumarkvöldum er opiđ út svo fólkiđ á Commercial Drive (ein ađal hip-gatan í borginni) sem á leiđ fram hjá getur staldrađ viđ og hlustađ. Ég er búin ađ fara tvisvar međ Lizu og hlusta á ţau og á pottţétt eftir ađ fara aftur og aftur. Ég er meira ađ segja ađ hugsa um ađ plana Íslendingahitting á Libra Room einhvern tímann fljótlega en áđur en ađ ţví kemur held ég ađ ég dragi ţangađ nöfnu Sigfúsar og Óla sem koma hingađ í heimsókn í vikunni.
Hér fyrir neđan má heyra nokkur lög sem tekin voru upp á Libra Room í fyrra. Fyrsta lagiđ finnst mér sérstaklega magnađ en ţar má heyra sígunatóninn sem oft skýtur upp í tónlist Monica, sem er af sígunaćttum. Trommarinn ţarna er ekki sá sem spilar međ henni núna (ţessi er ekki eins guđdómlegur). Liza spurđi annars Monicu út í trommarann (Liza er alltaf hrifin af tónlistarmönnum) og fékk svariđ: "He's got a girlfriend but he's been swinging a lot lately". Hmmmm...er ţađ gott eđa ekki? Ţađ fer vćntanlega eftir ţví hvađ Liza vill međ hann.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.