Tvö börn, hvort í sinni heimsálfunni

Annar september var mikill dagur hjá storknum því tvær vinkonur mínar, Rut og Julianna, eignuðust barn - báðar tiltölulega skömmu fyrir miðnætti. Reyndar var um átta klukkutíma munur á fæðingunum þar sem annað barnið fæddist á Ítalíu og hitt í Kanada. Rut og Sergio eignuðust dóttur, Irene, og Julianna og Tim eignuðust son, Kai (eða það var alla vega nafnið sem þau voru búin að ákveða síðast þegar ég heyrði í Juliönnu). Irene kom á hefðbundinn hátt en Kai var tekinn með keisara. Bæði börn eru heilbrigð.

Til hamingju með börnin stelpur mínar.

Hjá mér fæddist ekkert barn og ekkert er á leiðinni. Ég spilaði hins vegar fótbolta í gær og í dag gekk ég upp á Akurhænufjall sem er svo merkileg gönguleið að hún hefur fengið nafnið Grouse Grind, í daglegu tali The Grind. Þetta er um þriggja kílómetra leið og hæðarmunur er um 800 metrar - sem sagt, beint uppá við. Fór með fólki úr vinnunni. Alltaf gott að víkka sjóndeildarhringinn og kynnast fleirum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að heyra af þessum "nálægu" fæðingum tveggja vinkvenna þinna.

En þú ert alltaf jafn dugleg finnst mér í sporti og göngum... The Grind hljómar mjög spennandi ... tókstu myndir??

(p.s. ... þú fórst niður aftur er það ekki?  )

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 17:56

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Meintirðu kannski 2. september? Annars gæti maður haldið að bloggið hefði verið ansi lengi á leiðinni ...

Og forláttu mér athugasemdina, mér var bara svo skemmt. Láttu svo ekki félagslífið tefja þig of mikið frá blogglífinu, það líða heilu dagarnir án þess að til þín spyrjist. 

Berglind Steinsdóttir, 5.9.2008 kl. 19:08

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

ÚPs. Já, meinti 2. september. Veit ekki hvaðan febrúar kom! Búin að breyta þessu.

Og Doddi, ég kom niður en ekki gangandi. Maður labbar upp fjallið og tekur svo kláfinn niður! Tók engar myndir. Vissi að það yrði ekki útsýni fyrr en uppi á fjallinu (inni í skógi fram að því) og ég hef áður tekið myndir þaðan. Vélin mín er of þung til að druslast með hana í svona fjallgöngu sem er í raun bara hlaupatúr.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 5.9.2008 kl. 21:46

4 Smámynd: Sigurjón

Stína mín.  Börnin koma ekki með storknum.  Ég hélt að Kolla hefði útskýrt þetta fyrir þér fyrir löngu...

Sigurjón, 5.9.2008 kl. 23:10

5 identicon

Ok ... skil það vel.

En kláfur er eitthvað sem mig langar að prófa...

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 06:54

6 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Bíddu, hvað meinarðu Sigurjón? Koma þau ekki með storknum? Mamma hefur greinilega gleymt einhverju í uppeldinu. Hringdu í Gunnar frænda og biddu hann að ræða þetta við hana. Þau eru góðir vinir.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 6.9.2008 kl. 07:10

7 identicon

Takk fyrir kvedjurnar. Vid maedgur erum nu komnar heim af faedingadeildinni og nu hefst slagurinn fyrir alvoru. Thad er spurning hvort htad er modir eda barn sem er threyttara thessa dagana

Rut (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 12:47

8 Smámynd: Sigurjón

Ég hringi eftir helgina...

Sigurjón, 6.9.2008 kl. 20:46

9 identicon

TIL HAMINGJU MED DAGINN STINA

EG VONA AD DAGURINN VERDI STORKOSTLEGUR, AD THU NJOTIR HANS I GODRA VINA HOPI OG AD THU GETIR FODRAD MAGANN MED EINHVERJU DISAETU OG GODU, OG MUNDU AD ALDURINN ER BARA VARDA A LANGRI LEID -SEM THU NOTAR TIL VIDMIDUNAR OG TIL AD MUNA HVENAER A LIFSLEIDINNI AKVEDNIR HLUTIR GERDUST. MER SYNIST LIKA A OLLU AD LIFSKLUKKAN THIN VERDI SIFELLT YNGRI.

sTORT KNUS FRA STIGVELABUUNUM

RUT, SERGIO OSCAR OG IRENE

Rut (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband