Komin á biðárið

Hér í Kanada er maður á biðári (holding year) þegar maður er orðinn 39 ára. Kannski er það vegna þess að eftir það hættir fólk að eldast og er 39 ára í mörg ár, eða kannski vegna þess að þá er aðeins eitt ár eftir í stóru töluna. Hver sem ástæðan er þá er það ljóst að í dag komst ég á þetta biðár.

Það er svo sem engin stór dagskrá framundan. Eftir hálftíma fer ég í brunch með Marion og um þrjú leytið er kaffi hjá Gunnari og Suzanne. Vanalega býð ég í kaffi hjá mér en af því að við Gunnar eigum afmæli svo nálægt hvort öðru þá ákváðu þau Suzanne að í þetta sinn biðu þau bara í fína veislu fyrir okkur bæði. 

Það var annars tekið smá forskot á sæluna í gær. Við stelpurnar í Presto unnum leik númer tvö 3-0 í gær og ég vona að sigurinn hafi verið fyrir mig og fyrir Carly sem var að gifta sig á sama tíma. Um kvöldið spilaði ég með innanhússliðinu mínu. Við töpuðum leiknum, sem var gott (ótrúlegt en satt) því þetta var leikur notaður til að ákveða hvort við ættum að fara upp í aðra deild eða spila áfram í þriðju deild. Markmaðurinn okkar er með cerebral palsy og gæti ekki spilað í annarri deild svo við viljum vera áfram í þriðju. Eftir leikinn fórum við flest á veitingahúsið á vellinum og borðuðum, og þar var sunginn fyrir mig afmælissöngurinn og maturinn borgaður fyrir mig. Og í vinnunni á miðvikudaginn var borðuð stór terta fyrir okkur Kiöru sem báðar eigum afmæli (hún fjórum dögum á undan mér) og Lelitu sem var að gifta sig.

Sem sagt, nóg að gera.

Og nú ætla ég að klæða mig og koma mér út á Enigma þar sem ég ætla annað hvort að borða Eggs Benedict (egg á enskri múffu með hollandaise sósu) eða dæmigert egg og beikon. Hmmmm... hvort vil ég nú í dag? Þetta verður erfiðasta ákvörðun dagsins. 

Set afur inn gömlu myndina úr þriggja ára afmælinu mínu af því að mér finnst hún svo skemmtileg.

 

3áraafmælið

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Til hamingju með afmælið.

Anna Guðný , 14.9.2008 kl. 18:21

2 identicon

Jamm og jæja, biðárið hefur ekki brugðist mér neitt og segi ég bara Velkomin í hópinn góða!!! Ynnilegar afmæliskveðjur frá Illinois

Rakel (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 20:53

3 identicon

Hæ Stína, Innilega til hamingju með daginn, gamla. Þú ert enn og aftur eldri en ég, ekki satt?  Ég reyndi að senda þér tölvupóst áðan en fékk hann aftur í hausinn. Ertu ekki enn með sama netfangið?

Sigga (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 21:21

4 Smámynd: Einar Indriðason

Til hamingju með daginn :-)

Einar Indriðason, 14.9.2008 kl. 22:46

5 identicon

Konan mín tjáði mér þegar hún náði stóru tölunni að í Þýskalandi er sagt að maður verði þá fyrst vitur þegar maður fyllir fjóra tugi. Ætli Kanadamenn kalli það þess vegna biðárið?

Til hamingju með afmælið Stína. Við Rakel verðum orðin skynsöm á undan þér og Siggu. Góður árgangur annars ;-)

Alli Már (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 00:16

6 identicon

Hæ Stína og til hamingju með daginn flottur mánuður sem við eigum afmæli, kveðja María

María Þorláksdóttir (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 00:31

7 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk kærlega fyrir elskurnar mínar.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 15.9.2008 kl. 05:39

8 identicon

Til hamingju með daginn elsku systir, kveðja stóri bróðir

Haukur (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 20:24

9 identicon

Til hamingju með daginn, megir þú vera 39 í mörg herrans ár

alva (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband