Af hverju er alltaf verið að skipta um sendiherra í Kanada?
17.9.2008 | 13:47
Ótrúlegar breytingar alltaf á sendiherrum í Kanada. Mér sýnist þeir vera hér að meðaltali í tvö ár. Alla vega er Sigríður Anna fjórði sendiherrann hérna vestra og sendiráðið var ekki stofnað fyrr en 2001 eða svo. Ég hélt að sendiherrar væru vanalega á sama stað í fjögur til fimm ár.
Sama má reyndar segja um konsúlatið í Winnipeg. Ég bjó þar í fjögur ár og á þeim tíma voru þrír konsúlar. Sá fjórði kom innan við ári eftir að ég fór. Sem sagt, fjórir konsúlar á fimm árum. Ég bara fatta þetta ekki alveg.
Ég veit að innan kanadísku utanríkisþjónustunnar eru sendiherrar stundum bara tvö ár á sama stað, en það er fyrst og fremst þegar þeir eru í sérlega hættulegum löndum. Varla getur það verið ástæðan hér. Jafnvel þótt maður geti stundið verið hræddur við birni, riddaralögregluna, hokkíleikara, kurteisa Kanadamenn og kuldann í Ottawa.
Sigríður Anna afhendir trúnaðarbréf í Kanada | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þurfa ekki bara svo margir gæðingar úr íslensku stjórnmálalífinu að komast að kjötkötlunum?
Úrsúla Jünemann, 17.9.2008 kl. 15:54
Hrædd við kurteisa Kanadamenn ... hehe! Skemmtileg tilhugsun. Það vakir eitthvað fyrir þér með þessu, er það ekki?
Berglind Steinsdóttir, 17.9.2008 kl. 18:53
Það er alltaf verið að búa til nýja sendiherra og þá þarf að skipta jafnt á milli þeirra. Kanada flott, fleirri vilja vera þar, næsti.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 17.9.2008 kl. 22:31
Kristín eru við ekki bara svo óþæg hérna í Canada ?
Jens Sigurjónsson, 17.9.2008 kl. 23:25
Finnst þér þetta ör skipti? Þetta er ekkert miðað við hversu oft Reykvíkingar skipta um borgarstjóra?
Mummi Guð, 17.9.2008 kl. 23:32
Þetta er bara GIRL POWER, við erum að taka yfir í Kanada...áfram kjéllingar.!
Vera Hróbjartsdóttir, 18.9.2008 kl. 01:30
Berglind, nei, ég er nú ekki beinlínis hreidd við kurteisa Kanadamenn. Ég var bara svona að velta því fyrir mér hvað maður gæti þurft að óttast í Kanada og það fór út í hugsun um hvað er týpískt fyrir Kanada. Úrsúla og Guðrún. Ég held þið hafið rétt fyrir ykkur. Jens, ekki spurning. Óþekkir Íslendingar halda sendiherranum uppteknum (ég hef verið á þjóðhátíðarskemmtun í Ottawa - hef svakalegar sögur þaðan). Vera, jey, go girls. Mummi, góður!
Kristín M. Jóhannsdóttir, 18.9.2008 kl. 04:05
Sjálftökuliðið hefur líka gaman að því að ferðast eins og aðrir, því ekki að gera það á kostnað skattgreiðanda fyrst að það er boðið upp á það!
Kjartan Pétur Sigurðsson, 18.9.2008 kl. 08:38
Þessi ætti að endast eitthvað enda sagði maðurinn hennar upp starfi hér í Mosó sem sóknarprestur til að fylgja spúsu sinni vestur um haf. Varla hefur það verið gert til eins árs útiveru?
Annars gaman að koma inn hjá þér við og við, alltaf eitthvað að gerast hjá þér! :o)
Sigga Hjólína, 19.9.2008 kl. 09:26
Hey, eg myndi nu ekkert vera ad velta of mikid vongum yfir thessu...littu frekar a kostina vid thetta. Sigridur Anna laetur likelga af embaetti um mitt ar 2010 ef sama skiptingarhrada verdur haldid uppi, og tha losnar thessi lika fina stada fyrir framkvaemdaglada stelpu sem er nybuin ad sja til thess ad Ol2010 fari somasamlega fram...! Eda hvad?
Rut (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 10:05
Hún Sigríður Anna er nú einu sinni Siglfirðingur, og þeir gera góða hluti út um allan heim. Hún á eftir að endast vel í þessu starfi.
Ég er líka fluttur til Kanada og mér líður vel að hafa hana sem sendiherra, allavega svo lengi sem ég bý hérna
Norðanmaður, 22.9.2008 kl. 19:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.