Sport Idol og slökkviliđsmenn
25.9.2008 | 05:32
Í gćr var öllum starfsmönnum VANOC smalađ saman í stóran sal og haldin Sport Idol keppni, í stíl viđ American Idol. Ţrír dómarar sátu uppi á sviđi og framkvćmdarstjórar hverrar vetraríţróttagreinar fengu fjórar mínútur til ţess ađ sannfćra liđiđ um ađ ţeirra íţrótt vćri best. Var ţetta allt saman gert í léttum dúr og sérstaklega fór liđiđ sem sér um listdans á skautum á kostum. Sleđaliđiđ stóđ sig líka vel og hokkí var nokkuđ fyndiđ. Sumar greinar var erfiđara ađ kynna á skemmtilegan hátt, svo sem gönguskíđi, alpagreinar, snjóbretti og skíđafimi. Frábćrar greinar í snjó en nokkuđ erfiđari uppi á sviđi. En viđ skemmtum okkur konunglega og sigurvegurinn var ađ lokum Mark Hatton, framkvćmdastjóri luge, enda ákaflega vel máli farinn og skemmtilegur náungi. Búiđ var ađ búa til vídeó um hann ţar sem hann skautađi um Stanley Park í afkliptum gallabuxum, og stundađi svo tai chi á ströndinni. Viđ grétum úr hlátri.
Í dag var svo annađ skemmtiefni á dagskrá í lok alltof langs deildarfundar hjá okkur í Alţjóđaţjónustunni (International Client Services). Kiara, sem vinnur međ mér, var svo fúl yfir ţví ađ hún fékk ekki ađ fara ti l Beijing, ađ stelpurnar sem fóru tóku međ sér útklippta mynd af Kiöru og síđan voru teknar myndir af Kiöru á hinum ýmsu stöđum, svo sem ađ drekka bjór í flugvélinni, á Kínamúrnum, á opnunarhátíđinni, á körfuboltaleik međ Kobe Bryant. Ţarna var meira ađ segja mynd af John Furlong, CEO hjá VANOC ţar sem hann hélt á mynd af Kiöru. Og svo reyndar önnur ţar sem hann var búinn ađ henda henni í rusliđ. Mjög skemmtilegt.
Góđu fréttirnar eru ţćr ađ Warren, sem er tćknimađurinn sem ég hef ráđiđ til ţess ađ sjá um tćkjamálin okkur á Ólympíuleikunum, gaf mér tvo miđa á Canucks leik í nćstu viku. Og ekki á slćmum stađ, beint fyrir aftan Canucks leikmennina, eđa eins og ég sé máliđ, beint fyrir aftan ţjálfarann. Ég veit ekki hversu mikiđ ég mun sjá af leiknum. Ég mun bara horfa á Vigneault.
Annars ćtla ég á hokkíleik núna á föstudaginn međ stelpum úr vinnunni. Ađ ţessu sinni ćtlum viđ reyndar ekki á Canucks leik heldur ćtlum viđ ađ sjá Vancouver Giants sem spila í nćstu deild fyrir neđan. Ţađ verđur ekki ţađ sama en ćtti samt ađ vera skemmtileg. Á eftir er hugsanlegt ađ viđ förum á útgáfuhátíđ í tilefni af nýútgegnu slökkviliđsmannadagatali. Jamm, slökkviliđsmennirnir verđa ţarna ađ kynna dagataliđ. Ćtti ekki ađ vera amalegt.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.