Slagorð Ólympíuleikanna 2010 afhjúpað

Lesið fyrst hér: Slagorð Ólympíuleikanna 2010 var afhjúpað í dag að viðstöddum helstu fjölmiðlum landsins og stórum hluta starfsmanna VANOC. Eins og margir muna sjálfsagt var slagorð Ólympíuleikanna í Beijing, Einn heimur - einn draumur, og í Torino á Ítalíu var slagorðið Ástríða býr hér.

Nýja slagorðið okkar í Vancouver er tekið beint úr þjóðsöng landsins og er....trommusláttur...

With Glowing Hearts
Des Plus Brilliants Exploits

Þeir sem kunna þjóðsöng landsins þekkja að sjálfsögðu línurnar:

With glowing hearts we see thee rise
The true north strong and free.
From far and wide, Oh Canada,
we stand on guard for thee.

Nú er vonin að þessar línur fái að hljóma um allan heim næstu sextán mánuðina. Á Íslandi má þá líklega heyra: Með skínandi hjörtum (eða glóandi hjörtum en mér finnst það ekki eins flott). 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Sigurjónsson

flott slagorð.

Bestu kveðjur.

Jens Sigurjónsson, 25.9.2008 kl. 18:20

2 identicon

Slagorðið er fínt á "Kanadísku". En mér finst "Með eld í hjarta" hljóma betur á íslensku.

Bestu kveðjur Sigurður Jónsson

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 12:08

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Hvað þýðir neðri línan?

Annars var mér hugsað til þín í gær þegar ég sá eina mynd sem var verið að keppa í hokký í Kanada!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 27.9.2008 kl. 19:50

4 identicon

God keep our land glorious and free.
O Canada, we stand on guard for thee.
O Canada, we stand on guard for thee.

Magnaður þjóðsöngur, sá næst besti í heiminum. Listinn minn er;

1.Ísland
2.Kanada
3.Ítalía
4.Frakkland

Einar Jóhann (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 21:39

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Seinni línan er úr frönsku útgáfunni og þýðir nokkurn veginn að þú leggir þig alla fram. Ég veit alla vega að enskan þýðingin er nokkurn veginn 'with your best effort'.

Einar, ég man ekki hvernig sá ítalski er en sá franski er pottþétt flottur.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 2.10.2008 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband