Bakverkir og plön

Ég eyddi gærdeginum liggjandi á gólfinu með fæturna uppi á stól og ýmist kældi eða hitaði á mér bakið. Mjaðmagrindin virðist hafa færst til á mánudaginn og einhver fjandinn ýtti á taug sem gerði það að verkum að bakið var að drepa mig. Ég gat ekki setið, helst ekki i staðið og aðeins legið í fyrrnefndum stellingum. Sem betur fer sýndist mér á þriðjudaginn að í þetta stefndi svo ég tók vinnutölvuna með mér heim þannig að ég gat unnið liggjandi á gólfinu  með tölvuna á maganum. En ég get nú ekki sagt að ég hafi gert mikið.

Ég komst sem betur fer að hjá chiropractor sem skellti mjaðmagrindinni í sína réttu stöðu og það lagaði mikið. Í dag er ég miklu miklu betri og komst í vinnu.

Fór að velta því fyrir mér hvort þetta væri þursabit! En þegar ég hugsaði meir út í það áttaði ég mig á því að ég veit ekkert hvað þursabit er. Veit bara að það hefur með bakið að gera. Getur einver frætt mig?

Hokkíið er annars að byrja. Yfir standa æfingaleikir þar sem liðin spila hver á móti öðru með það í huga að prófa ungu strákana sína. Það verður að segjast eins og er að ungu strákarnir hjá Canucks lofa góðu því í gær spiluðum við án fjögurra bestu varnarmannanna og þriggja bestu sóknarmannanna gegn Calgary Flames (sem vantaði aðeins tvo áf sínum bestu) og við rúlluðum þeim upp, 6-1. Þetta var fimmti sigur minna manna í þessari forkeppni og vonandi halda þeir uppteknum hætti því ég á miða á leikinn í kvöld (vona að ég geti setið). Frábærir miðar, beint fyrir aftan bekkinn. Var ég búin að segja ykkur frá því? Ojæja, góð vísa er aldrei of oft kveðin eins og spakur maður sagði eitt sinn.

Annað kvöld verður fyrsta pöbbakvöld haustsins hjá Vanoc og á laugardagskvöld er leynipartý í tilefni af afmæli eins samstarfsmannanna. Allir eiga að mæta í fötum frá níunda áratugnum. Ouch. Mér finnst ég búin með þann kafla í lífi mínu. Ég á annars að vera að spila fótbolta það kvöld svo ég er ekki viss um hvort ég kemst. Annars er ég ekki viss um það eins og er hvort ég get spilað. Bakið ekki orðið gott ennþá.

Nóg af þrasi, vinna vinna vinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://doktor.is/index.php?option=com_d-greinar&do=view_grein&id_grein=3537

beggi dot com (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 00:35

2 identicon

Megi ther batna sem allra fyrst i bakinu. Thad er omogulegt ad thu sert ad vinna liggjandi a bakinu (thetta maetti nu misskilja!!), eda verdir ad fresta felags- og ithrottalifi fyrir olans bakverkjum!

Thu verdur bara ad drifa i meira hnykki!

Rut (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband