Strákarnir hans Teits standa sig vel

Strákunum hans Teits Þórðar gengur heldur betur vel þessa dagana. Eftir að Teitur tók við þeim hafa þeir verið á siglingu og í gær unnu þeir Montreal Impact 2-0 sem nægði þeim til þess að vinna sæti í úrslitaleiknum sem leikinn verður á sunnudaginn.

Vancouver hafði tapað fyrri leiknum í Montreal 0-1 eftir að markmaður liðsins, Jay Nolly, var rekinn af vell þegar 40 mínútur voru eftir af leiknum. Dómarinn sakaði hann um að hafa slegið leikmann Montreal. Vídeó af atburðinum virðist nú ekki staðfesta það. Vegna þessa fékk Nolly eins leiks bann og markmaðurinn sem spilaði síðari leikinn var græningi sem aldrei hafði áður leikið í deildinni. En strákarnir spiluðu eins og englar og unnu leikinn 2-0.

Á sunnudaginn munu þeir því taka á móti Puerto Rico í leik um sigur í deildinni.

Flott hjá þér Teitur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband