Frábćr leikur - frábćr sigur
13.10.2008 | 06:48
ÁÁÁÁÁÁÁÁFRAM WHITECAPS!!!!!!!! ÁFRAM TEITUR!!!!!!!!!
Ég var á vellinum og hvatti strákana áfram til sigurs og verđskuldađur var hann. Mér fannst reyndar Puerto Rico Islanders byrja heldur betur og ţeir voru sterkari í loftinu. En um miđjan fyrri hálfleik tóku strákarnir hans Teits sig saman í andlitinu og voru sterkari ađilinn eftir ţađ. En Puerto Rico strákarnir börđust vel og gáfu ekkert eftir.
Stađan var 0-0 í hálfleik en stuđiđ magnađist í síđari hálfleik. Fyrsta mark leiksins kom á fimmtugustu og fimmtu mínútu ţegar Gbeke, sóknarmađurinn sterki skallađi boltanum í markiđ eftir hornspyrnu. Rúmum tíu mínútum síđar jafnađi Gbandi fyrir Puerto Rico, einnig međ skalla. En Whitecaps voru ekki á ţví ađ fara í framlengingu og á 73 mínútu mátti sjá ţá í sínu besta formi. Martin Nash, bróđir körfuboltamannsins frćga, Steve Nash, kastađi boltanum til Moose (uppáhaldsleikmannsins míns) sem sendi boltann hátt fyrir markiđ ţar sem Gbeke stökk hćstur manna og skallađi boltann fram hjá Gaudette, markmanni Puerto Rico. Stađan 2-1 og áhorfendur á vellinum ađ ganga af göllunum. Puerto Rico sótti stíft eftir ţetta en Whitecaps náđu ađ halda markinu hreinu og ţegar komiđ var fram yfir venjulegan leiktíma byrjađi áhorfendaskarinn ađ söngla sigursönginn og hélt ţví áfram ţangađ til dómari flautađi leikinn af. Um leiđ og ţađ gerđist var bláum og hvítum strimlum skotiđ upp í áhorfendastúkuna og allt ćtlađi ađ ganga af göflunum.
Russ vinur minn frá Vanoc kom međ mér á leikinn og ţetta var hans fyrsta reynsla af atvinnufótbolta. Ţvílíkur leikur sem hann fékk ađ sjá. Viđ héngum áfram á leikvellinum ţví viđ vildum fagna međ strákunum og ég vildi líka fá tćkifćri til ađ óska Teiti til hamingju. Ţar ađ auki tók Russ ţađ ekki í mál ađ viđ fćrum fyrr en hann fengi mynd af mér međ uppáhaldsleikmanni mínum, Moose, sem átti stóran ţátt í báđum mörkum Vancouver. Hvort tveggja tókst og má sjá árangurinn hér á síđunni.
Ég vil nota tćkifćriđ og óska Teit innilega til hamingju međ sigurinn. Ţetta er frábćr árangur hjá honum á fyrsta ári sem ţjálfari liđsins. Eins og hann sagđi sjálfur - hvert skal stefna nú? Toppnum er náđ. Ţeir komast ekki hćrra fyrr en liđiđ nćr ađ kaupa sig inn í MLS deildina. Kannski er ţađ helst ađ ţeir geti stefn ađ Ameríkubikarnum nćst! Til ţess ţurfa ţeir ađ vinna Toronto og Montreal nćsta sumar svo ţeir geti keppt fyrir hönd Kanada, og síđan er bara ađ fara alla leiđ. Hey, ekkert ađ ţví ađ stefna hátt.
P.S. Óska Mogganum til hamingju međ ţađ ađ hafa fylgst međ úrslitunum. Ţegar ég kom heim af leiknum, eftir reyndar stopp á veitingastađ til ađ borđa kvöldmat, ţá var búiđ ađ setja upp ţessa frétt sem ég tengi á. Frábćrt. Teitur á ţađ skiliđ ađ sagt sé frá hans góđa árangri heima á Íslandi. Ekki veitur svo sem af ađ segja frá góđum hlutum eins og ástandiđ er almennt heima ţessa dagana.
![]() |
Teitur meistari á sinni fyrstu leiktíđ |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Flott "útrás" í gangi ţarna
Sigrún Jónsdóttir, 13.10.2008 kl. 09:15
vel af ser vikid hja islendingnum....thad er thorf a godum frettum af islendingum a thessum krepputimum, svo Teitur hefur stadid sig vel. Eg saknadi hinsvegar umtals a blogginu thinu um Guinnes-drykkjumanninn..!
Rut (IP-tala skráđ) 13.10.2008 kl. 11:25
Rut, honum fannst ég skipuleggja fyrstu fótboltaferđ sína vel: úrslitaleikur, sigurleikur, sólskin... Ertu ađ leita eftir einhverjum öđrum fréttum?
Kristín M. Jóhannsdóttir, 13.10.2008 kl. 20:52
Myndirnar fengu mig til ađ brosa - glćsilegt
!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 13.10.2008 kl. 22:10
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.