Kosið í Kanada

Í dag var kosið í Kanada. Þetta var ekki sérlega spennandi kosningadagur vegna þess að:

a) Ég vissi að íhaldið yrði áfram í ríkisstjórn og að Stephen Harper yrði áfram forsætisráðherra.
b) Ég vissi að við hefðum áfram minnihlutastjórn.
c) Ég fæ ekki að kjósa af því að ég er ekki með ríkisborgararétt.
d) Hér er aldrei almennilegt kosningakaffi.

Ég fylgdist lítið með úrslitum en mér sýndist á ræðu Harpers núna áðan, og því sem ég hafði séð fyrr í kvöld að ég hafi haft rétt fyrir mér með liði a) og b) hér að ofan. Það lítur því út fyrir óbreytt ástand í landinu. Nú verð ég bara að vona að Bandaríkjamenn geri það rétta og við fáum alla vega demókrata við völd syðra. Úff, aldrei gott að þurfa að treysta á Bandaríkin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stína mín,

Bandaríkin hafa barid nidur kommúnista og nasista. -- Nei, aldrei gott að þurfa að treysta á Bandaríkin. Úff !!!!!!!!

Larus (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband