Leiðrétting

Bara smá athugasemd. MLS deildin er ekki bandarísk heldur norður-amerísk deild. Toronto spilar nú þegar í deildinni og Vancouver og Montreal stefna bæði að því að kaupa sig inn í hana. Svona eru flestar íþróttadeildir í Norður-Ameríku byggðar upp, svo sem hokkí og hafnarbolti.

En talandi um MLS deildina, ætli Beckham finnist ekki skrítið að vera allt í einu í tapliði eftir Manchester og svo Madrid (var hann ekki annars í Madrid?). LA Galaxy sem hann spilar með situr á botni deildarinnar með örfá stig. Þeir eru alveg skítlélegir. Vancouver sem spilar deild neðar spilaði tvisvar gegn þeim á undanförnu ári og vann þá einu sinni og gerði eitt jafntefli.


mbl.is Barcelona að kaupa lið í MLS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband