Viđ stóđumst fyrsta prófiđ

Dagurinn í dag var sá mikilvćgasti hjá mér síđan ég byrjađi ađ vinna fyrir Vanoc. Tveir sjálfbođaliđa minna fengu ţađ mikla verkefni ađ túlka á blađamannafundi. Blađamannafundurinn var haldinn í tilefni ţess ađ á föstudaginn hefst heimsbikaramót í skautahlaupi hér í Vancouver og ég verđ međ sex sjálfbođaliđa ţar sem munu ađstođa viđ túlkun; tveir tala mandarín kínversku, tveir kóresku, einn  japönsku og  einn rússnesku. Í dag voru ţađ Jenny og Mingson sem ég henti út í djúpu laugina, eđa kannski ég ćtti ađ segja ađ ég henti fyrir hákarlana - ţ.e. fjölmiđlamenn!!!

Viđ háborđiđ á blađamannafundinum voru tveir bestu skautahlauparar Kanada, Jennifer Hewitt og margfaldur heimsmeistari Charles Hamelin, ásamt Ólympíuverđlaunahöfunum Apolo Ohno, Meng Wang og Catriona Me Lay Doan. Meng Wang er kínversk og talar sama og enga ensku. Mingson var til stađar til ţess ađ túlka fyrir hana. Hann stóđ sig frábćrlega og um hálftíma síđar fékk Jenny tćkifćri ţegar blađamađur Vancouver Sun bađ um einkaviđtal viđ kóreska ţjálfarann og Jenny sá um túlkun. Hún stóđ sig einnig međ prýđi. 

Viđ fengum líka ađ fara inn á ćfingasvćđiđ og horfa á ćfingar kóreska og kínverska liđsins af hliđarlínu. Mjög áhugavert. Og Michael sem einnig kom međ okkur á svćđiđ fékk mynd af mér međ Catriona Me Lay Doan sem hann er yfir sig hrifinn af (en sem ég vissi ekki einu sinni hver var).

Ég var ákaflega stolt af mínu fólki og hef engar áhyggjur af föstudeginum ţegar alvaran hefst - ţrír dagar uppfullir af skautakeppni og túlkun. Mikiđ rosalega verđur skemmtilegt!

Lćt fylgja međ mynd af Mingson ađ túlka.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott ad thid stodust profid...en komstu lifandi utur thessu...thad hefur rikt thogn a blogginu thinu undanfarid...hvar er stina?

Rut (IP-tala skráđ) 30.10.2008 kl. 13:38

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Komst lifandi af...en hrikalega ţreytt. Mun blogga um mótiđ um helgina.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 31.10.2008 kl. 06:53

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband