Obama og Alanis

Hinn fjórði nóvember er mikill gleðidagur og það er notalegt að hafa aftur öðlast trú á nágrönnum mínum í suðri. Reyndar kusu 48% Repúblikana, sem er í sjálfu sér skelfilegt, en meiri hlutinn kaus samt sem áður Obama og loksins finnst mér ég geta treyst forseta Bandaríkjanna.

Ég horfði með aðdáun á þennan glæsilega og gáfaða mann flytja ræðu sína eftir að ljóst var að hann hefði borið sigurorð af McCain hinum aldraða, og gladdist ákaflega. Mikið vildi ég að hún Ellen frænka mín hefði lifað nógu lengi til að sjá Barak Obama kosinn næsta forseta landsins hennar en hún hataði Bush meir en nokkur önnur manneskja sem ég þekki. En það gekk ekki eftir því Ellen lést fyrir mánuði. En hún hefði alla vega orðið ánægð með að ríkið hennar, Oregon, kaus demókrata (held reyndar að Oregon kjósi alltaf demókrata).

img_0378.jpgÉg var á tónleikum með Alanis Morissette þegar ég heyrði af sigri Obama. Það var náunginn sem hitaði upp fyrir hana sem tilkynnti sigurinn og umsvifalaust fóru allir að texta vinum og vandamönnum og enginn hlustaði á strákinn. Það var líka allt í lagi, við komum öll til að hlusta á Alanis.

Tónleikarnir voru magnaðir. Um helmingur laganna voru af snilldarplötunni Jagged Little Pill sem mér finnst vera besta kanadíska plata allra tíma og ein bestu platna sem gerðar hafa verið. Ég hlustaði á hana daginn út og inn þegar ég var að skrifa mastersritgerðina mína og ég mun aldrei fá leið á þessum lögum. Platan er fullkomin. Það var því magnað að hlusta á lögin flutt á sviði hins dásamlega Orpheum leikhúss í Vancouver og Alanis var svo sannarlega í essinu sínu. Þvílík orka sem stúlkukindin hefur. Eini gallinn er að lögin sem hún samdi eftir Jagged Little Pill eru ekki nálægt því eins góð. 

Og til að fullkomna kvöldið frétti ég eftir tónleikana að Canucks hefðu unnið Nashville 4-0 þannig að það má segja að allt sé þá þrennt er: Canuckssigur, frábærir tónleikar og Barak Obama næsti forseti Bandaríkjanna. Ég get ekki beðið um betra kvöld. 


mbl.is Obama kjörinn forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

oh já ég gæti ekki verið mikið glaðari í dag :D

Alanis og jagged little pill er nottla bara snilld ... og það væri gaman að sjá þessi lög flutt live einn daginn, klárlega ;)

Hrabba (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 11:24

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Þetta voru frábær úrslit.

Bestu kveðjur á vesturströndina frá austurströndinni.

Jenni.

Jens Sigurjónsson, 6.11.2008 kl. 00:29

3 identicon

Alanis Morissette er mitt uppáhald og Jagged Little Pill ein besta plata allra tíma að mínum dómi. Takk fyrir skilaboðin á Feisbúkk... ég er grænn af öfund .. en ég hef þó tónleikana með henni 1996 í Stokkhólmi ... það var ljúft!

Annars er ég búinn að vera latur að kíkja á blogg margra og biðst forláts ... vonandi verður bót þar á. 

Bestu kveðjur frá Íslandi!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband