Strákarnir með skeggin

Margir karlmannanna sem ég vinn með hafa tekið sig saman og eru að safna yfirvararskeggi þennan mánuðinn til styrktar baráttunni gegn blöðruhálskrabbameini. Sumir láta sér nægja svona venjulegt yfirvararskegg en flestir hafa farið þá leiðina að fá sér eitt svona villta vesturs skegg þar sem það beygir niður með vörunum og niður á höku. Væri hrikalega óaðlaðandi undir öðrum kringumstæðum en það er svo sætt af þeim að gera þetta svo þeim er algjörlega fyrirgefið.

Sumir hafa greinilega betri skeggvöxt en aðrir og eru komnir með flott og fínt skegg en hjá sumum er þetta óttalegur hýjungur. Greyin.

Set kannski inn mynd við tækifæri ef ég næ að smella af.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær hugmynd og ég sé þetta alveg fyrir mér. Við gerðum þetta strákarnir á lokaárinu í Verzló (man ekki út af hverju) en sumir voru ægilega hárhýjungaasnalegir á meðan aðrir voru með flottan skeggvöxt. Og þá var það alskegg ... ekki bara yfirvararskegg.

Stuðningskveðjur til gauranna "þinna" - hlakka til að sjá mynd!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 16:00

2 Smámynd: Heidi Strand

Ef skeggvöxt styrkir blöðruhálskirtilskrabbamein, er það ekki öruggast að raka af sér skeggið?

Heidi Strand, 14.11.2008 kl. 16:34

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Einmitt, Heidi, tókst af mér ómakið...

Hún ætlaði örugglega að segja til styrktar baráttunni gegn blöðruhálskrabbameini - var það ekki, Kristín?

Sniðug hugmynd með skeggvöxtinn.

Eitthvað annað en evrópska (eða þýska, man það ekki) karlrembukeppnin sem sagt var frá um daginn í fréttum, um flottasta skeggvöxtinn þar sem verðlaunabikarinn var ber kvenmannsbúkur með "yfirskegg" á viðeigandi stað...arg .

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.11.2008 kl. 22:11

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Haha, jújú stelpur. Baráttunni gegn blöðurhálskrabbameini. Búin að laga þetta núna.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 15.11.2008 kl. 06:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband