Nýr borgarstjóri

Í gær voru sveitastjórnarkosningar í Bresku Kólumbíu. Í Vancouverborg var mikil sveifla til vinstri og frambjóðandi vinstrimanna, Gregor Robertson, vann stórsigur á frambjóðanda hægri manna, Peter Ladner. Þetta voru ákaflega ánægjulegar niðurstöður og sigurinn var stærri en menn þorðu að vona.

Þetta þýðir að hægrafíflið Sam Sullivan mun víkja sem borgarstjóri. Ég held að eina ástæða þess að hann vann á sínum tíma hafi verið sú að hann er hreyfihamlaður og er í hjólastól. Fólk vorkenndi honum og dáðist að dugnaði hann en lét sér engu varða að hann er ekki sérlega góður stjórnmálamaður. Og hann fór illa með borgina á þessum þremur árum sem hann hefur verið við stjórn. Enda var hann ekki einu sinni í framboði að þessu sinni; flokkur hans lét hann víkja.

Gregor Robertson kemur inn með loforð um að bæta húsnæðisvandann í borginni og ég ætla svo sannarlega að vona að honum takist það. Hann virðist fullur af orku. (Svo er hann líka svo assgoti myndarlegur.)

Ég er annars á leið til Whistler í fyrramálið. Yfirtúlkur okkur á Ólympíuleikunum er í bænum og ég ætla með hann til Whistler svo hann geti skoðað nýju byggingarnar; sérstaklega stökkpallinn og sleðabrautina. Set inn myndir á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Pétursson

Sæl Stína, bara rétt að kvitta fyrir innlit, flott hvað gengur vel hjá þér. Kveðjur frá Dallas norðursins, Ómar

Ómar Pétursson, 18.11.2008 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband