Alltaf nóg að gera

Það hefur verið hljótt um mig að undanförnu. Það er engin sérstök ástæða fyrir því, bara bloggleti.

Það hefur svo sem verið nóg að gera hjá mér. Nóg að gera í vinnunni, nóg utan vinnu. Spilaði fótbolta á miðvikudagskvöldið, slappaði af á fimmtudagskvöldið og fór svo í þrjú partý á föstudagskvöld.

Föstudagurinn var annars skemmtilegur.  Byrjaði á því að fara yfir í sjálfboðaliðamiðstöðina þar sem haldið var smá partý fyrir þá sjálfboðaliða sem þegar eru í vinnu hjá VANOC. Eftir hádegið fór ég svo niður í bæ í skoðanaferð um Canada Place (sjá mynd) þar sem blaðamannahöllin verður á Ólympíuleikunum (blaðamenn Mogga takið eftir!). Þetta var fyrsta vettvangsverð okkar sem munum sjá um framkvæmdir í blaðamannahöllinni. Á eftir fórum við á veitingastað til að kynnast nánar.

Um átta leytið fór ég yfir á annan bar þar sem kunningjar mínir úr fótboltanum komu saman, og þaðan á annan stað þar sem hópur VANOC fólks hélt upp á afmæli einnar samstarfskonunnar. Og þrátt fyrir þetta alla var ég komin heim fyrir miðnætti. Ég hélt ég ætti að spila fótbolta á laugardegi og vildi fá almennilegan svefn en leikurinn var víst í dag (sunnudag). Í staðinn notaði ég fyrri hluta laugardags í snatt og um kvöldið fór ég svo í jólapartý hjá Jönu og Óðni. Frábært partý eins og alltaf. 

Í dag var svo fótboltaleikurinn og hann tapaðist því miður. Okkur stelpunum hefur ekki alveg gengið nógu vel eftir að við vorum færðar upp um deild. Við erum að spila á móti betri liðunum og það sést.

Eftir nákvæmlega viku mun ég ganga um borð í vél Icelandair á leið til Íslands. Ég flýg til New York með Rauðauganu á laugardagskvöldi og áfram til Íslands á sunnudagskvöldi. Ég ætla að stoppa í Reykjavík í tvo daga en halda svo áfram til Akureyrar þann sautjánda. Sem sagt. Verð á Akureyri eftir tíu daga. Jei!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sé þig þá kannski um jólin

Elva (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 08:30

2 identicon

Thad vaeri ekkert leidinlegt ad vera i thinum sporum...akureyri eftir ruma viku! Thu skilar bara kvedju fra mer til fjallanna og fjardarins og nordurljosanna og og og...

Rut (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband