Alltaf nóg að gera
8.12.2008 | 03:49
Það hefur verið hljótt um mig að undanförnu. Það er engin sérstök ástæða fyrir því, bara bloggleti.
Það hefur svo sem verið nóg að gera hjá mér. Nóg að gera í vinnunni, nóg utan vinnu. Spilaði fótbolta á miðvikudagskvöldið, slappaði af á fimmtudagskvöldið og fór svo í þrjú partý á föstudagskvöld.
Föstudagurinn var annars skemmtilegur. Byrjaði á því að fara yfir í sjálfboðaliðamiðstöðina þar sem haldið var smá partý fyrir þá sjálfboðaliða sem þegar eru í vinnu hjá VANOC. Eftir hádegið fór ég svo niður í bæ í skoðanaferð um Canada Place (sjá mynd) þar sem blaðamannahöllin verður á Ólympíuleikunum (blaðamenn Mogga takið eftir!). Þetta var fyrsta vettvangsverð okkar sem munum sjá um framkvæmdir í blaðamannahöllinni. Á eftir fórum við á veitingastað til að kynnast nánar.
Um átta leytið fór ég yfir á annan bar þar sem kunningjar mínir úr fótboltanum komu saman, og þaðan á annan stað þar sem hópur VANOC fólks hélt upp á afmæli einnar samstarfskonunnar. Og þrátt fyrir þetta alla var ég komin heim fyrir miðnætti. Ég hélt ég ætti að spila fótbolta á laugardegi og vildi fá almennilegan svefn en leikurinn var víst í dag (sunnudag). Í staðinn notaði ég fyrri hluta laugardags í snatt og um kvöldið fór ég svo í jólapartý hjá Jönu og Óðni. Frábært partý eins og alltaf.
Í dag var svo fótboltaleikurinn og hann tapaðist því miður. Okkur stelpunum hefur ekki alveg gengið nógu vel eftir að við vorum færðar upp um deild. Við erum að spila á móti betri liðunum og það sést.
Eftir nákvæmlega viku mun ég ganga um borð í vél Icelandair á leið til Íslands. Ég flýg til New York með Rauðauganu á laugardagskvöldi og áfram til Íslands á sunnudagskvöldi. Ég ætla að stoppa í Reykjavík í tvo daga en halda svo áfram til Akureyrar þann sautjánda. Sem sagt. Verð á Akureyri eftir tíu daga. Jei!
Athugasemdir
Sé þig þá kannski um jólin
Elva (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 08:30
Thad vaeri ekkert leidinlegt ad vera i thinum sporum...akureyri eftir ruma viku! Thu skilar bara kvedju fra mer til fjallanna og fjardarins og nordurljosanna og og og...
Rut (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.