Styttist í heimferð

Jæja. Eftir nákvæmlega tvo daga mun ég halda út á Vancouverflugvöll og stíga um borð í flugvél frá Cathay Pacific á leið til New York. Lendi í eplinu eldsnemma að morgni sunnudags, eyði nokkrum klukkutímum í að dásama jólaljósin í borg borganna og skelli mér svo í flug til Íslands. Ekki amalegt.

Það verður notalegt að koma heim. Og hér koma hulin skilaboð til mömmu (eða reyndar ekki svo hulin). Hvað eiga eftirfarandi réttir sameiginlegt?

-Lifrarpylsa með kartöflustöppu
-Saltkjötsstappa með kartöflum
-Saltkjöt og baunir
-Ananasborgari með frönskum frá Nesti

Í öðrum fréttum er það annars helst að í gær var dregið í lottóinu um miða á ólympíuleikana. Ég sótti um miða á hokkí, skíðacross og snjóbrettacross. Fékk miða á skíðacross en ekki á hina atburðina tvo. Hefði auðvitað gjarnan viljað fá miða á hokkíið en það er hugsanlegt að ég muni vinna þar og ef það gerist þá sé ég auðvitað flesta leiki. Það sem er spennandi við að fá miða á skíðacrossið er auðvitað það að þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í þeirri grein á Ólympíuleikum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ekki gleyma að koma við hjá mér og sækja Myrká!

Berglind Steinsdóttir, 12.12.2008 kl. 07:54

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Njóttu HEIMferðar

Sigrún Jónsdóttir, 12.12.2008 kl. 08:38

3 identicon

Goda ferd heim Stina og njottu thess ad vera a Islandi -mamma thin ser orugglega til thess ad thu fair uppfylltar allar langanir i mat og notalegheit :) Synd ad eg verd ekki heima nuna um jolin, en thad hlytur ad koma ad thvi ad vid samstillum heimferdir okkar!

Knus fra stigvelabuunum

P.S.  Cathay Pacific...eg man ekki eftir ad hafa heyrt af thessu flugfelagi...kippirdu nokkud med ther aelupoka (onotudum audvitad) handa Kiddu ur fluginu...ef thad er tha aelupoki...oll flugfelog eru a spariblussi og farthegar eiga helst bara ad aela i peysuna sina!

Rut (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 09:28

4 identicon

Góða ferð heim. Hafðu endilega samband ef þú hefur tíma.

Sigurlaug Anna (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 16:33

5 identicon

Láttu endilega vita af þér í annarri hvorri leiðinni. Þú veist hvar við eigum heima.

 Bestu kveðjur, Eiríkur

Eiríkur (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 23:01

6 Smámynd: Sigurjón

Góða ferð heim á Klakann kæra frænka.  Ég bið fyrir jólakveðjum norður og bið að heilsa Kollu og Jóa.

Sigurjón, 13.12.2008 kl. 05:20

7 identicon

Góða ferð !

Arnar (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband