Jólaball VANOC

Ég er rétt komin heim af jólaballi VANOC og ætti auðvitað að fara að sofa en ég get ekki lengur skriðið beint upp í rúm þegar ég kem heim, hvort sem það er af djamminu, úr fótboltanum eða bara úr heimsókn. Ég þarf alltaf á smá tíma að halda til að ná mér niður og koma mér í svefnham.

Við Liza hittumst um hálf fimm leytið og létum stríðsmála okkur fyrir djammið. Fórum svo niður í bæ þar sem Rowena býr og þar kom saman hópur fólks, sirka fimmtán. Fengum okkur pizzu og snakk þar sem ekki var um matarpartý að ræða hjá VANOC. Ekki við því að búast. Þetta eru ólympíuleikarnir og engir peningar aflögu. Enda yrðu borgarbúar ekkert smá reiðir ef skattpeningurinn þeirra færi í að fæða starfsmenn.  Set inn eina mynd úr partýinu. Hér má sjá okkur stelpurnar úr ICS (International Client Services) sem voru þarna: Rowena, ég, Liza, Kiara. Janice kom á ballið en ekki í partýið á undan. Aðrir mættu ekki úr okkar deild.

Um níu leytið var svo farið á ballið þar sem hljómsveitin VANROCK lék fyrir dansi. Hún er, eins og nafnið gefur til kynna, skipuð starfsmönnum fyrirtækisins. Þeir voru bara býsna góðir. Hápunkturinn var samt þegar þeir Billy og Ian, félagar mínir úr fótboltanum, stigu á svið og sungu gamalkunna Proclaimers lagið 'I'm on my way'. Billy og Ian eru báðir skoskir og mættu í skotapilsi í djammið og settu að auki upp Proclaimers gleraugu á meðan þeir tóku lagið.

img_0595.jpg

Ég hafði engan tíma til að fara og kaupa mér kjól svo ég fór bara í gömlum kjól sem ég keypti fyrir brúðkaup Marion fyrir nokkrum árum. Skórnir voru líka gamlir. 

Síðasta myndin er af mér í hópi strákanna minna (nokkurra þeirra). Frá vinstri: Ion, en við fundum oft út af blaðamannahöllinni; Russ, góður vinur minn sem ég kynntist upphaflega í hafnarboltanum; ég; Trevor, sem ég kynntist í gegnum fótboltann; Robert, sem vinnur með mér á fimmtu hæð. ALLAR konur eru skotnar í Robert. Meira að segja Sally yfirmaður minn sem er komin yfir sextug.Það er svo sem ekkert skrítið, hann er gullfallegur!

img_0607.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin heim Stina...thu ert liklega a fullu ad heimsaekja aettingja og vini...og geyspa, svona utaf timamismuninum....en ef thu hefur sma tima, knusadu tha island fra mer :)

Rut (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband