New York

Jćja jćja. Ţá er ég komin á frón og á móti mér tók kuldi og vindur. Betra í dag.

Áđur en ég segi ykkur frá heimkomunni ćtla ég hins vegar ađ minnast nokkrum orđum á dagsdvöl mína í New York.

Ég flaug frá Vancouver klukkan tíu á laugardagskvöld og var komin til New York klukkan sex ađ stađartíma. Nei, ţetta er ekki átta tíma flug - New York er ţremur tímum á undan Vancouver. Ég setti töskuna mína í geymslu og tók lestina inn í Manhattan. Ég hafđi engin plön nema ţau ađ ég vildi byrja á ađ fara ađ Rockerfeller byggingunni og sjá stóra jólatréđ ţeirra. Tréiđ á Austurvelli er nú ekki stórt í samanburđi. Ţađan lá leiđin upp í Central Park en eftir langa göngu ţar var ég orđin svöng og fann mér stađ ţar sem hćgt var ađ fá egg og beikon. Á stóru skilti stóđ ađ ţetta vćri vinsćlasti og besti morgunverđarstađurinn. Hann var svo sannarlega vinsćll ţví ţađ var alltaf löng röđ ađ fá sćti - en góđur var maturinn ekki. Eggin voru reyndar ágćt en beikoniđ var ekki nógu stökkt, ristađa brauđiđ var ekki nógu ristađ og var heldur ekki smurt strax ţannig ađ smjöriđ lak ekki inn í brauđiđ og kartöflurnar voru ekkert til ađ hrópa húrra fyrir. Ein sođin kartafla sem var krydduđ, skorin í bita og sett á pönnu í mesta lagi mínútu. Kunna ţeir ekki ađ gera almennilegt hashbrown?

Eftir matinn var ég södd en ekki eins ánćgđ og ég hefđi getađ veriđ. En ég var í New York og engin ástćđa til ađ láta slíkt trufla sig. Veđriđ var fallegt, svolítiđ kalt en sólskin, svo ég lagđi af stađ niđur fimmta strćti og alla leiđ niđur ađ flatjárnahúsinu sem mađur sér svo oft í bíómyndum. Ţađan hélt ég á Times Square og dundađi mér ţar um stund. Settist niđur og fékk mér piparmyntukakó og hélt svo göngunni áfram. Kom fyrir algjöra tilviljun ađ litlum garđi međ skautasvelli og sölubásum og labbađi ţar um stund, fór svo aftur upp ađ Rockerfeller enda var fariđ ađ dimma og mig langađi ađ sjá tréiđ í myrkrinu. Ţar var allt pakkađ af fólki og ég varđ ađ trođa mér framhjá. Gat lítiđ stoppađ ţví ég ţurfti ađ fara aftur út á völl og fljúga heim.

Góđur dagur í New York. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Velkomin heim

Sigrún Jónsdóttir, 17.12.2008 kl. 01:19

2 Smámynd: Einar Indriđason

Velkomin á landiđ :-)

Einar Indriđason, 17.12.2008 kl. 08:31

3 identicon

Thu hefur aldeilis notad timann vel i NY. Naes ad fa sma storborgar-jolafiling i kaupbaeti i heimferdinni!

Rut (IP-tala skráđ) 17.12.2008 kl. 13:23

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk kćrlega fyrir kveđjurnar. Og Rut, já, ţađ var fínt ađ fá smá stórborgarfíling á leiđinni heim. Ţađ setti líka labbiđ niđur Laugarveginn í gćr í skemmtilegt ljós. Ađeins fćrri ţar.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 17.12.2008 kl. 15:09

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband