Með saltkjöt í maga

Mamma hefur staðið sig vel. Ég er ekki búin að vera heima í viku og hún er búin að elda allt á óskalistanum. Í kvöld var salkjötsstappa, eitt það besta sem ég fæ, og ég er því alhamingjusöm.

Ég hef annars tekið eftir því að hártískan með örstutta beina toppinn er loksins búin að vera á Íslandi, nema helst hjá nokkrum konum á milli fimmtugs og sextugs. Annars neituðu Íslendingar því alltaf að það væru allar konur með þessa klippingu síðast þegar ég kom. Enginn virtist taka eftir því nema ég að þær voru allar eins. Og allar með sömu gleraugun líka. Sú gleraugu eru reyndar enn vinsæl. Ég held að þegar fólk býr hér taki maður kannski ekki eins eftir því hversu keimlík þjóðin er í raun. Held það sé fínt að fá alla þessa útlendinga. Þeir geta kannski hrært í pottinum aðeins.

Búin að fara tvisvar í sund á síðustu fjórum dögum. Hefði í raun viljað fara oftar en það hefur verið ýmislegt annað um að vera. Annars er ég að taka því rólega þessa fyrstu daga. Hef ekki enn hringt í neinn og boðað mig í heimsókn. Mér finnst alltaf gott að slappa af með fjölskyldunni fyrstu vikuna og nota svo viku númer tvö í það að hitta vini og kunningja.  

Fór í Bónus í dag. Fann vídeóspólu með Karlakórnum Heklu og keypti hana samstundis. Þessi mynd er æðisleg. Ég er oft búin að sjá hana áður en hef alltaf hlegið jafn mikið. Það verður fínt að hlæja að henni í Kanada líka.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mömmur geta verið svo traustastar og yndislegar

Gott að finna fyrir þér hér á Fróni!

Jólakveðjur og mikil faðmlög héðan úr Akurgerði Akureyrar....!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 08:43

2 identicon

Ég veit ekki hversu klár ég er eða hvað enn ég heiturðu ekki annars Kristín Margrét Jóhannsdóttir og ert fædd þann 17 September 1970 í Winnipeg í Kanada og móðir þín heitir kannski Elaine Sigurðsson ef ég hef rétt fyrir mér eða ef ekki byðst ég vélvirðingar á þessum misskilningi enn annars gleðileg jól.

Arnar Björnsson (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 09:58

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk fyrir Doddi minn. Það er aldrei að vita nema ég komi einhvern tímann við á Amtinu.

Arnar, ég heiti Kristín Margrét Jóhannsdóttir og er fædd í september en þann 14. en ekki 17. og ég er fædd 1969 en ekki 1970 og á Akureyri en ekki í Winnipeg. 'Eg bjó hins vegar í Winnipeg í fjögur ár og hafði það ákaflega gott þar. Þekkti hins vegar enga Elaine svo ég muni enda heitir móður mín Kolbrún Geirsdóttir og er Þorpari (þ.e. fædd og uppalin í Glerárþorpi sem þá var þorp en nú er hverfi á Akureyri.) Fyrirgef þér algjörlega mistökin, enda er þetta allt svo nálægt, og óska þér einnig gleðilegra jóla. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 22.12.2008 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband