Breytingar í vinnunni

Ég er orðin ákaflega löt við það að blogga. Það er líklega vegna þess að ég sit allan daginn við tölvu þannig að þegar ég kem heim langar mig ekkert sérstaklega að setjast við tölvuna og blogga. En það er nú rétt að láta alla vega heyra í sér af og til þannig að þetta er svona skyldublogg.

Það eru frekari breytingar í vinnunni hjá mér. Sabrina sem vann með okkur hefur verið færð inn á annað svið þar sem ákveðið var að það sem hún gerði ætti betur heima undir annarri deild en okkar. En það sem verra er að Liza er búin að fá aðra vinnu og mun því yfirgefa okkur eftir þrjár vikur. Liza er besta vinkona mín í vinnunni og ég á því eftir að sakna hennar mikið. Hún verður reyndar áfram í borginni þannig að við munum halda áfram að hittast en það er samt öðruvísi en að vinna saman. Við förum nefnilega oft út að ganga eða skreppum í kaffi og förum saman í hádegismat. Það góða við fréttina er það að hún mun fara að vinna hjá David Atkins Enterprise sem munu sjá um opnunar- og lokaathafnirnar fyrir Ólympíuleikana. Þeir sáu líka um athafnirnar á Sydneyjarleikunum sem voru frábærir eins og margir muna kannski. Þetta er betri framtíðarvinna fyrir Lizu því hún vill vinna innan skemmtanabransans og þetta fyrirtæki passar því betur fyrir hana. Þar að auki er fyrirtækið frá Ástralíu og hún hefur áhuga á að flytja þangað. Sem sagt, frábært fyrir Lizu, ekki svo gott fyrir okkur hin.

Og ofan á þetta þá er Bryn líka að fara í lok mánaðarins. Hann er enskur og atvinnuleyfið hans er að renna út. Hann fær ekki framlengingu og hann er ekki í nógu hárri stöðu til þess að fyrirtækið fá framlengingu á leyfinu. Ég er að vona að hann komi aftur sem fyrst en hann er búin að sækja um ótímabundið atvinnuleyfi en það mun taka einhverja mánuði að fá það í gegn. 

Ég þarf greinilega að drífa mig í að kynnast fleira fólki í vinnunni til þess að fylla upp í skörðin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi ther vel ad fylla i skordin. Ef thad ed er eitthvad sem mer hefur skilist ad ekki vanti i vinnuna thina, tha er thad felagslega hlidin, svo thetta hlytur ad ganga upp! Velkomin annars heim, og takk fyrir ad bera hag theirra sem lesa bloggid thitt fyrir brjosti og blogga annad slagid -thad er tekid eftir thvi.

Knus fra stigvelafjolskyldunni

Rut (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband