Bölvuð ælupest

Haldiði að ég hafi ekki náð mér í ælupest í gær. Vaknaði upp um fjögur leytið með hræðilegan magaverk og byrjaði svo að æla um sex leytið. Ég ældi reyndar hvorki oft né lengi og var búin með þann kvóta um hálftíu um morguninn en varð að liggja í rúminu þar sem eftir var dags með hita. Hafði ekki orku til neins. Gat hvorki lesið né horft á sjónvarp. Svaf mestan hluta dagsins. Var sem betur fer orðin nógu hress um átta leytið til að horfa á hokkí í sjónvarpinu. Vaknaði svo fín í morgun. Svolítið slöpp en að mestu leyti heilbrigð.

Ég sagði mömmu að ég hefði ekki fengið magaveiki síðan í Lake Louise 2001 þegar ég átti að vera þrjá daga á skíðum en eyddi þeim síðasta í rúminu. En það er ekki rétt. Mundi eftir því í dag að ég missti af þorrablótinu í fyrra með magaveiki.  Verst við þessa veiki var það að ég missti að mestu leyti af innsetningarathöfn Obama. Mig langaði svo að sjá hana en gat ekki haldið mér vakandi. Heyrði því ræðuna að mestu leyti en man ekki orð því ég var ekki alveg með rænu. Rosalega er ég samt ánægð með að Kanarnir skuli komnir með alvöru forseta. Blóm í haga og betri tíð, ekki satt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigga Hjólína

Aumingja þú! Mundu bara eftir að vökva þig, djús, te, vatn, powerade...... Ræða Obama var æðisleg. Þvílík snilld.

Sigga Hjólína, 22.1.2009 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband