Frábært

Mikið er gott að heyra þessar fréttir. Ég held að Obama eigi virkilega eftir að breyta stöðu Bandaríkjanna í heiminum og laga að einhverju leyti almenningsálitið.

Ég hafði reyndar pínulitlar áhyggjur þegar hann sagði í innsetningarræðu sinni að þeir myndu sigra andstæðinga sína (eina sem ég man þaðan því ég var lasin og hálfsofandi) en hef samt trú á að stríðsrekstri verði öðruvísi hagað en í tíð fyrirrennara hans.


mbl.is Lætur loka Guantanamo-búðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekkert að því að Bandaríkjamenn verjist gagnvart hryðjuverkamönnum en þeir verða bara að fara rétt að því, ekki nota það sem afsökun til þess að ráðast í lönd sem hafa ekkert með það að gera (Írak).

Hann ætlar að taka herliðið frá Írak en hinsvegar fjölga í Afghanistan. Ég sé hinsvegar mikin mun á stríðunum enda var rót Al-Qaeeda í Afghanistan og alþjóðasamfélagið var fylgjandi aðgerðum þar (ólíkt Íraksstríðinu).

Geiri (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 17:41

2 identicon

Íraksstríðið var ekki til neins nema til að slökkva olíugræðgi George Bush.

Bush er að mínu mati engu skárri en Hitler eða Gestapo eða aðrir harðstjórar enda var mikil gleði þegar hans tími var liðinn.

En mikið er ég sammála þér í því að það er gott og löngu tímabært að loka þessum búðum.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 17:51

3 identicon

Nú munu hryðjuverkamenn um  allan heim fagna miklum sigri.  Hér eftir verður þeim óhætt að ráðast í Bandaríkin.  Þau munu ekki svara fyrir sig.   Hryðjuverkamenn hafa hér eftir ekkert að óttast.   "Almenningsálitið" í heiminum vill hafa þetta svona.   

Til hamingju hryðjuverkamenn.  Þið hafið hér eftir ekkert að óttast.  Þið hafið unnið mikinn áfangasigur í baráttunni gegn Bandaríkjun með dyggum stuðninga "almenningsálitsins" í heiminum. 

Næst er að berjast fyrir því að það verði löglegt að ráðast í Bandaríkin og að Bandaríkin megi alls ekki svara fyrir sig.  Þið hljótið að fá dyggan stuðning til þess frá "almenningsáliti" heimsins.

Björn G. Jónsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 20:22

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Haha. Björn G., er ekki allt í lagi heima hjá þér? Dregurðu virkilega samasemmerki milli þess að loka Guantano Bay og þess að taka ekki á móti þegar á þig er ráðist? 'Eg trúi ekki að þú sér svo einfaldur.

Og finnst þú ert að gera grín að því að ég minntist á almenningsálitið þá get ég bent á að Bandaríkjamenn eru allvanir því að sauma kanadíska fánann á fötin sín og töskur þegar þeir ferðast til annarra landa því losna þeir við áreiti. Þannig að ég hugsa að það skipti heilmiklu máli fyrir hinn almenna borgara að almenningsálitið skáni.

En ég ætla ekki að þræta við þig. Það er eins og að rífast við tveggja ára barn.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 22.1.2009 kl. 20:29

5 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Hæ Kristín.

Ég hef mikla trú á Obama, tel að hann sé maður réttlætis.

Bestu kveðjur

Jens Sigurjónsson, 23.1.2009 kl. 03:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband