Fyrsta Whistlerferð ársins
4.2.2009 | 23:37
Ég fór til Whistler um helgina. Þetta var ein þessa ferða sem vatt uppá sig. Það byrjaði þannig að ég var að öfundast út í kunningja minn sem var þarna uppfrá við vinnu. Mér fannst hann hrikalega heppinn að fá að vera í Whistler á launum, þótt reyndar hafi hann haft svo mikið að gera að hann hafði ekki einu sinni komist á skíði. Honum fannst þetta nú ekki mikið mál og sagði mér að koma bara uppeftir. Nóg væri nú plássið. Og með ókeypis gistingu gat ég ekki sagt nei. Svo ég ákvað að eyða helginni á skíðum og kanna næturlífið í Whisler á laugardagskvöldinu.
Þegar Emma og Liza fréttu að ég ætlaði uppeftir vildu þær koma með líka og síðar bættust Elli og Cathy í hópinn. Svo við leigðum bara bíl og stelpurnar leigðu sér hótelherbergi og við skelltum okkur í helgarferð.
Veðrið var þokkalegt þótt reyndar hefði verið kalt og skiptust á snjókoma, sól og þoka. En ég renndi mér allan daginn og kom ekki niður aftur fyrr en lyfturnar lokuðu. Þá voru stelpurnar löngu búnar að gefast upp.
Vanalega fer maður beint inn í bíl og situr þar svo sveittur og þreyttur í þrjá klukkutíma eftir skíðaferð. Vanalega þarf maður að bíða í 20 mínútur á Ljónabrúnni til að komast inn í Vancouver. Það var því notalegt að skríða í staðinn inn á hótelherbergi, fara í heita sturtu og svo upp í rúm að blunda. Toppa svo með góðum kvöldverði í góðum félagsskap. Stelpurnar fóru reyndar í heitan pott með vín en ég sleppti því.
Morguninn eftir var kafhríð og sást ekki út úr augum. Ég vildi gjarnan fara á skíði en stelpurnar voru ekki spenntar fyrir því, svo við tókum bara morgninum rólega og keyrðum svo heim um tvö leytið.
Frábær ferð.
Athugasemdir
Frábært að lesa þetta. Veturinn 2005-2006 bjó ég í Vancouver og þá kom aldrei snjór og mig minnir að það hafi verið frekar lítill snjór í Whistler þennan vetur. Annars er nóg snjór hér hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu og 10-12 stiga frost og á að herða frostið meira t.d. á frostið að vera um 16 stig á Akureyri um helgina,nefni Akureyri þar sem dóttir mín er að fara þangað norður á morgun. Kveðja til Vancouver í Canada,
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 5.2.2009 kl. 00:11
Synd med vedrid, en gott ad baeta thad upp med godum felagsskap og afsloppun! VOnandi kemstu sem oftast a skidi i vetur ;)
Kv. fra stigvelabuum
Rut (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 13:33
Gaman að lesa þetta. Ég var þarna í huganum sko.
Marinó Már Marinósson, 7.2.2009 kl. 15:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.