Kyrrðin uppi á Seymour fjalli

 Það eru þrjú skíðasvæði í fjöllunum fyrir ofan Vancouver. Flestir eru sammála um að Cypress sé best, síðan Grouse og að lokum Seymour. Ég hafði því aldrei nennt til Seymour - sá ekki tilganginn. Í vetur komst ég hins vegar að því að mánudagskvöld eru frí fyrir konur (þeir vilja líklega fá fleiri stelpur í fjallið) svo ég ákvað að notfæra mér þetta. Við Emma skelltum okkur því á snjóbretti strax eftir vinnu. Veðrið var dásamlegt, næstum því fullt tungl, og útsýnið yfir borgina magnað. Ekki eins flott og ofan af Grouse en flott samt. Set inn nokkrar myndir hér að neðan.

 

  

   

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband