Ólympíukyndillinn afhjúpaður

Í dag voru mikil hátíðarhöld í Whistler, Bresku Kólumbíu, þar sem Ólympíukyndillinn fyrir Vetrarólympíuleikana 2010 var afhjúpaður. Þetta er glæsilegur kyndill sem minnir á ís og kulda sem hæfir Kanada einkar vel þótt kannski sé það ekki það sem manni dettur fyrst í hug í sambandi við Vancouver. Fötin sem kyndilberarnir munu klæðast eru reyndar ekki flott við fyrstu sín, hvítur íþróttagalli, en kannski venjast þau eins og annað.

Hér má sjá skemmtilegt kort af leiðinni sem hlaupin verður.

2010 Olympic Torch with flame.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu buin ad skra thig i "hlaupid" ?

Flottur kyndill

Rut (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 19:40

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Nei. Maður þarf að taka þátt í samkeppni til að fá að hlaupa. Það væri nú samt svakalega gaman. Ég hef séð myndbönd sem sýna fólk hlaupa með kyndilinn fyrir fyrri Ólympíuleika og þau eru alveg ótrúlega áhrifarík. Vinur minn vann við kyndilförina fyrir Beijing og sagði að það hefði verið alveg æðislegt.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 12.2.2009 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband