Íslendingar erlendis fá að kjósa

Ég bloggaði um það fyrir nokkru að þeir Íslendingar sem búið hafa erlendis síðustu átta ár hafa ekki kosningarétt á Íslandi lengur. Þetta er vegna þess að maður þarf að kæra sig inn á kjörskrá fyrir fyrsta desember ári fyrir kosningar. Þar sem boðað var til vorkosninganna með svo stuttum fyrirvara var því ljóst að fjöld Íslendinga erlendis fengi ekki að kjósa.

En fyrir nokkrum dögum samþykkti Alþingi lög sem leyfa okkur útlögum að kæra okkur inn á kjörskrá fyrir lok mars og fá kosningarétt.

http://www.althingi.is/altext/136/s/0564.html

Ég er viss um að frá þessu var sagt í fréttum en það hefur verið mikið að gera hjá mér undanfarið svo ég hef misst af ýmsu. En ég fagna þessari breytingu og þakka þeim sem að henni stóðu. Vil líka þakka þeim sem þrýstu á að málið yrði tekið upp, svo sem þeim sem stofnuðu Facebook síðu um málið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Því ber að fagna að þessi yfirsjón hafi nú verið leiðrétt.

Hilmar Gunnlaugsson, 5.3.2009 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband