Beint flug til Seattle - Jibbí

Í dag fékk ég tilkynningu frá Icelandair um það að þeir muni brátt hefja beint flug til Seattle í Washingtonríki. Fyrsta flugferðin verður frá Keflavík 22. júlí í sumar.

Boðið verður upp á fjögur flug á viku, á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum. Flogið verður frá Seattle klukkan hálf fimm á daginn og lent í Reykjavík 6.45 að morgni. Floigð verður frá Reykjavík klukkan fimm á daginn og komið til Seattle korter í sex samdægurs.

Þvílíkur munur fyrir okkur sem búum á vesturströndinni. Beint flug. Þetta þýðir að við komumst heim á styttri tíma fyrir minni pening.

Nú vona ég að allir skelli sér til Seattle (eða Vancouver eða Portland) svo að flugið reynist vel og haldið verði áfram með það.

Ég er í sjöunda himni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kristín ég á ættingja í Seattle og ælta að skreppa sém fyrst til vesturstrandar enn bjó úti í USA á mínum yngri árum.Kveðja Arnar.

Arnar Björnsson (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 20:19

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þetta er góð breyting.

Hilmar Gunnlaugsson, 25.3.2009 kl. 21:56

3 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Húrra! kemst vonandi til Vancouver með þessarri leið . . . . .  það er búið að standa til allt frá 1996 þegar við vorum síðast í þeirri frábæru borg.

Sjáumst kannski  á förnum vegi - meðal "íslenska minnihlutans" í BC . . .

Benedikt Sigurðarson, 26.3.2009 kl. 13:04

4 identicon

Oregon, Washington og British Columbia eru einhver fallegustu svæði á jarðríki.  Landslagið höfðar til Íslendinga.  Ótrúleg fjallasvæði og strandlengja.  Portland, Seattle, Victoria og Vancouver eru frábærar borgir.  Whistler-Blackcomb er stærsta og fjölbreyttasta skíðasvæði Norður-Ameríku, frábært skíðaþorp og í síðustu viku snjóaði  nærri 150 cm.  Þegar ég var þar í Febrúar var merkilegt nokk sól í 7 daga samfleytt.  Þvílíkt jobb sem þú hefur, ég er grænn af öfund!!

mbk,

Anton

Anton (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 13:45

5 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Þrátt fyrir rúmlega fjögurra ára búsetu í Bandaríkjunum hef ég aldrei komið til Kanada og ekki heldur til Seattle, þó að ég eigi víst heilan hóp ættingja þar vegna þess að langalangafi minn settist þar að í nágrenninu.

Nú er bara að vinna í lottóinu...

Svala Jónsdóttir, 28.3.2009 kl. 18:51

6 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Endilega að skella sér. Vesturströndin er æðisleg og Kanada er dásamlegt land.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 29.3.2009 kl. 01:58

7 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Já þetta er mjög spennandi kostur.   36 þúsund önnur leiðinn og svo er bara að spá í hvernig heimleiðin yrði síðan fjármögnuð.    

Marinó Már Marinósson, 29.3.2009 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband