Ah, svona eiga helgar að vera
29.3.2009 | 01:57
Á þessum tíma í fyrra sat ég og skrifaði á daginn og horfði á sjónvarpið á kvöldin. Vinir mínir voru dreifðir um heiminn og þeir sem ég átti hér í Vancouver voru flestir giftir og eyddu kvöldunum með eiginmönnum eða eiginkonum.
Nú er staðan ólík og það liggur við að ég andi léttar þegar ég næ að eyða kvöldi eða helgi heima hjá mér. Ekki misskilja, þetta er miklu skemmtilegra svona, en stundum þarf ég hreinlega á hvíld að halda.
Í dag gerði ég ekkert. Ég svaf til níu, hélt áfram að lúlla um stund, náði mér svo í bók og las. Fékk mér að borða, las svolítið meira. Skaust svo niður á Arbutus í sænska bakaríið og keypti mér bollu sem svipar til gerbollanna okkar á bolludaginn, fór með hana heim og át í mesta yfirlæti á meðan ég horfði á lélega barnamynd í sjónvarpinu. Fékk símtal frá einum vini og hringdi svo í tvo aðra þar á eftir. Nú hnyklar mamma líklega brýrnar því hennar kynslóð skilur venjulega orðið 'vinur' sem 'kærast'. Og nei, ég ekki þrjá kærasta - kannski tvo og hálfan, haha. En alla vega, eftir símtölin horfði ég meira á sjónvarp og át hina bolluna.
Í kvöld fæ ég svo loksins hreyfingu því ég þarf að spila fótbolta. Það er líka ágætt, maður má ekki vera of latur.
Á morgun ætla ég svo til Whistler. Á enn tvo daga eftir á kortinu mínu svo um að gera að nota það. Spáin lofar sólskini. Akemi, Denis og Matthew ætla að koma með og Liza, Tim og Patricia eru nú þegar uppfrá. Mmmmmmm...skíði.
Ég er búin að fara tíu sinnum á skíði eða snjóbretti í vetur. Það er næstum helmingi meira en í fyrra. Og vertíðin er ekki búin. C'est la vie!
Athugasemdir
Það er fjör í kringum þig, sýnist mér.
Marinó Már Marinósson, 29.3.2009 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.