Whiskey Jack

Við neðri enda Harmony lyftunnar í Whistler er alltaf fjöldi fugla af þeirri tegund sem enskumælandi kalla ýmist Gray Jay eða Whiskey Jack. Þessar fuglar eru góðu vanir og ekkert hræddir við skíðafólk, enda fá þeir yfirleitt eitthvað í gogginn því það er lítill söluturn við hliðina á lyftunni þar sem fátt er boðið upp á nema sítrónubrauð og kartöfluflögur. Maður getur ekki borðað mikið af sítrónubrauði og endar því alltaf á því að gefa fuglunum með sér.

Í síðustu viku stoppuðum við þarna í einar tuttugu mínútur og skemmtum okkur með fuglunum á meðan. Ég náði nokkrum frábærum myndum en þessar tvær eru í uppáhaldi.

 

img_2092.jpg
 
img_2086_823467.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já, þetta er mjög flottar myndir.

Arnar Geir (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 10:52

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þetta eru fallegir og skemmtilegir fuglar.   

Marinó Már Marinósson, 5.4.2009 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband