Travis í Vancouver

Ég fór á tónleika með Travis í gær. Þeir voru æðislegir. Ég hafði séð þá spila hér fyrir einum þremur eða fjórum árum en þá spiluðu þeir í nokkurs konar leikhúsi. Að þessu sinni spiluðu þeir á Commodore sem er frábær hljómleikasalur hér í Vancouver. Dansgólfið er risastór og maður getur staðið örfáa metra frá hljómsveitinni. Ég sá Muse spila hér tvisvar.

Ég fór með Lizu og Matthew og við skemmtum okkur konunglega.

Upphitunarhljómsveitin, The Republic Tigers, var virkilega góð og Travis voru hreint út magnaðir Það verður að segjast að Francis Healy er frábær á sviði. Hann kom nokkrum sinnum alveg að okkur (kom allt að hálfum metra í burtu frá mér) og í eitt skiptið stökk hann hreinlega út í þvöguna og söng á meðan hann labbaði í gegnum fólksfjöldann. Hann hélt því fram að það hafi aldrei verið káfað eins mikið á honum áður! Sagðist ætla aftur þarna út á meðal áhorfenda.

Toppurinn (fyrir mig) var þegar strákarnir söfnuðust allir í kringum Francis og á meðan hann spilaði einn á gítar, sungu saman Flowers in the window. Ég tók það upp (eins og allir aðrir á staðnum sennilega) og set það hér inn (sjá neðst á síðunni). Það er auðvitað svolítið hreyfing á bandinu af því að ég þurfti að halda vélinni hátt yfir höfði mínu til þess að hausar strákanna fyrir framan mig væru ekki inn á. Og svo var fólk alltaf að rekast á mann þegar það vaggaði sér.

Ef þið hafið einhvern tímann tök á því að sjá Travis á sviði - skellið ykkur!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þetta hafa verið hreint út sagt frábærir tónleikar.  Þú hefur þar að auki verið á besta stað.   

Marinó Már Marinósson, 5.4.2009 kl. 19:35

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég man eftir að hafa séð tónlistarmyndband með þessum mönnum fyrir nokkrum árum, mér fannst það vera ansi gott.

Hilmar Gunnlaugsson, 5.4.2009 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband