Morð á hlaupastíg

PA240010Morðin hafa verið óvenjumörg í Vancouver undanfarna mánuði en flest öll hafa þau verið hluti af stríði milli glæpagengja. Nú um helgina var hins vegar heldur betur hrist upp í fólki í borginni.

57 ára gömul konu sem hafði verið úti að hlaupa í skóginum hérna við hliðina á mér fannst látin á hlaupastígnum. Myrt. Lögreglan hefur ekki ennþá gefið upp neitt um dánarorsök en sagt er að hún hafi verið barin í höfuðið.

Þetta gerðist um hábjartan dag, um tvö leytið, á fjölförnum hlaupastíg í skóginum. Ég var vön að hlaupa þennan sama stíg fyrst þegar ég flutti til Vancouver. Hljóp alltaf ein og með tónlist í eyrunum.

Nú er varað við því að fólk fari eitt inn í skóginn og alls ekki má hlusta á tónlist á meðan maður hleypur. Þar að auki er hvatt til þess að allar konur séu með piparúða, flautu og farsíma.

Ég er döpur yfir þessu tilgangslausa morði en að auki ösku ill því það er hvergi betra að hlaupa en inni í skóginum. 'Eg sem ætlaði einmitt að fara að taka fram hlaupaskóna þar sem ég virðist loksins hafa losnað við kvefið. Og nú þarf ég að hlaupa á hörðu malbikinu.

Innst inni eru allir að vona að konan hafi verið myrt af ásettu ráði, af því hver hún er, því annars var þetta að öllum líkindum handahófskennd árás og þá gæti hver sem er verið í hættu.

Mamma, það er ástæðulaust að vera hrædd. 'Eg passa mig og lofa að fara ekki ein inn í skóg fyrr en málið er upplýst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Vá!

Ef ég væri þú væri ég flutt til Íslands strax!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.4.2009 kl. 23:42

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Fáðu þér góðan og tryggan varðhund, sem hleypur með þér.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 8.4.2009 kl. 02:29

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Vildi gjarnan fá mér hund en þá yrði mér hent út úr íbúðinni minni því gæludýr eru ekki leyfileg. Er varðhundur annars gæludýr??? Kannski get ég fengið mér einn þannig og ef eigendurnir eru með stæla þá segi ég bara að þetta sé vinnudýr en ekki gæludýr!

Róslín...hmmmm...morð í hverfinu, atvinnuleysi og óðaverðbólga...erfitt að velja.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 8.4.2009 kl. 03:49

4 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Óskandi er að morðinginn finnist sem fyrst.

Hilmar Gunnlaugsson, 8.4.2009 kl. 19:58

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Vona að konan hafi átt þetta skilið fyrir það sem hún er.

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.4.2009 kl. 21:39

6 identicon

Farðu bara varlega Stína mín, og ef þú sérð vandræði í uppsiglingu, þá bara hlauptu hraðar heldur en allir hinir! Þú getur það örrugglega ennþá:)

Bjarni bróðir er á leiðinni til Vancouver í kvöld ásamt syni hans, Jakobi Helga. Guttinn að fara að keppa á Whistler Cup, að ég held fyrstur Íslendinga. Óli Harðar er mættur frá Denver til Vancouver til að taka á móti þeim og verður hluti að fararstjóra teyminu. Þeir hefðu örugglega gaman af því að heyra í þér!

Ertu ekki með e-meil sem ég gæti sent símanúmerin þeirra á?  Ég er með elja@simnet.is

Bkv.   Elli Bjarna

Elías Bjarnason (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband