Uppgjör við árið 2006

Á einhverri amerískri blogg síðu fann ég lista af spurningum sem varða árið 2006. Af því að mér finnst alltaf svo gaman að svara svona spurningalistum snaraði ég þessu yfir á íslensku og reyndi svo að vera heiðarleg í svörum. Aðrir bloggarar mega gjarnan "stela" spurningalistanum, sjálfum sér til ánægju og yndisauka, og setja á sínar síður.


1. Hvað gerðirðu árið 2006 sem þú hafðir ekki gert áður? Sigldi seglbát

2. Hélstu áramótaheitið og ætlarðu að strengja heit fyrir næsta ár? Ég strengdi ekki áramótaheit og mun örugglega ekki strengja áramótaheit fyrir 2007.

3. Eignaðist einhverri nærri þér barn á árinu? Bíddu nú við...Hilmar frændi eignaðist son, Unnur hennar Ágústu eignaðist dóttur...Ég man ekki hvort fleiri börn fæddust meðal vina eða ættingja. Hins vegar eru bæði Rut og Þyrí ófrískar þannig að alla vega tvö börn eru á leiðinni. 

4. Dó einhver nærri þér á árinu? Nei, sem betur fer.

5. Til hvaða landa fórstu á árinu? Til Spánar, Englands (bara til að skipta um flugvél), Bandaríkjanna (New York, Chicago, Urbana/Champagne) ...og um jólin fer ég til Íslands. Innan Kanada ferðaðist ég til Ontario, Quebec, New Brunswick og Nova Scotia.

6. Hvað langar þig að fá árið 2007 sem þig vantaði 2006? Bíl, en ég mun ekki hafa efni á því.

7. Hvaða dagsetningar frá árinu 2006 standa upp úr hjá þér? 30. júní. Þá fór ég fyrst í siglingu með Martin og vinátta okkar tók skref fram á við.

8. Hver var mikilvægasti áfanginn (eða árangurinn) sem þú náðir á árinu? Ég varð ABD (all-but-dissertation) sem þýðir að ég lauk öllum kröfum til doktorsprófs nema doktorsritgerðinni sjálfri.

9. Hver voru stærstu mistökin hjá þér? Ég hefði átt að vera lengur í Ottawa.

10. Varstu veik eða slasaðist þú á árinu? Ég var býsna heilbrigð en núna undir lok árs var sparkað í lærið á mér og ég get ekki enn gengið almennilega.

11. Hvað var það skemmtilegasta sem þú keyptir? Ekkert kemur í hug. Ég keypti geisladiska, bíómyndir, föt, skó...ekkert stendur uppúr.

12. Gerðist eitthvað hjá þér eða vinum þínum sem er þess virði að halda upp á það? Ýmsir í deildinni vörðu ritgerðir (MA, GP, QP) sem haldið var uppá. Martin fékk stöðuhækkun. Julianna trúlofaði sig og mun giftast milli jóla og nýárs.

13. Hegðun hverra gerði þig sorgmædda eða reiða? Bush, allra Repúblikana, Reykvíkinga sem kusu Sjálfstæðisflokkinn yfir sig, Kanadamanna sem kusu Íhaldsmenn yfir sig...

14. Í hvað fór megnið af peningunum þínum? Húsaleigu og mat.

15. Yfir hverju varstu spennt? Að fara til New York. Mig hafði langað að fara þangað lengi og Stóra eplið klikkaði ekki.

16. Hvaða lag/plata mun ævinlega minna þig á árið 2006? Sennilega lagið Island Way með John Cruz. Martin keypti þá plötu í Hawaii í vor og spilaði mikið. Ég lærði enska hlutann af því og söng með.

17. Miðað við sama tíma í fyrra ertu:
Hamingjusamari eða óhamingjusamari? Hamingjusamari.
Grennri eða feitari? Nokkuð svipuð.
Ríkari eða fátækari? Sennilega heldur fátækari því ég geng á sjóðinn minn

18. Í hvað hefðirðu viljað eyða meiri tíma? Ég segi það nú ekki upphátt.

19. Í hvað hefðirðu viljað eyða minni tíma? Fara yfir heimaverkefni BA nemenda.

20. Hvernig ætlarðu að eyða jólunum? Í faðmi fjölskyldunnar. Jibbí.

21. Við hvern talaðirðu mest í síma? Martin, ekki spurning.

22. Varðstu ástfangin árið 2006? Já.

23. Hversu mörg einnar nætur gaman? Engin.

24. Uppáhaldssjónvarpsþáttur? Hmmm. Allar útgáfurnar af Law and Order eru alltaf í jafnmiklu uppáhaldi. Aðrir frábærir þættir: Veronica Mars, Desperate Housewives, Corner Gas.

25. Hatarðu einhvern núna sem þú hataðir ekki í fyrra? Nei.

26. Hvað var besta bókin sem þú last á árinu? Sennilega The curious incidence of the dog in the night time sem hefur svo illa verið þýdd á íslensku sem Undarlegt háttarlag hunds um nótt. (Má ég benda á að hundurinn hegðaði sér ekki undarlega. Hann var drepinn.) Allar Henning Mankell bækurnar eru líka frábærar. Er búin að lesa nærri því alla seríuna í sumar. Þarf líka að nefna bækur Mary Jane Maffini sem gerast í Ottawa. Meiri háttar bækur.

27. Hver var mesta tónlistaruppgötvunin? Eftir langa pásu fór ég aftur að hlusta á System of a Down og þeir eru jafnvel enn betri en mig minnti. Sennilega út af plötunni Mesmorize sem kom út í fyrra. Nýja Bítlaplatan er frábær en sennilega stendur uppúr öll frábæra tónlistin sem ég heyrði á Bluesfest í sumar, svo og Akadían tónlistin sem Martin kynnti fyrir mér.

28. Hvað langaði þig í og fékkst? Kærasta, hi hi hi.

29. Hvað langaði þig í og fékkst ekki? Bíl, börn og buru. Nýja, flotta myndavél.

30. Uppáhaldsbíómyndin á árinu? Ég held ég verði að segja Little Miss Sunshine.

31. Hvað gerðirðu á afmælinu þínu og hversu gömul varðstu? Ég varð 37 ára. Ég fór út að borða með Marion, fór svo í hljóðkerfisfræði tíma og kenndi íslensku. Eyddi morgninum í að bíða eftir símtölum frá vinum og ættingjum á Íslandi en aðeins mamma og pabbi hringdu (en ekki fyrr en eftir að ég var farin í skólann.)

32. Hvað hefði gert árið enn ánægjulegra? Sjá spurningar 18 og 29.

33. Hver var tískan hjá þér á árinu? Í sumar var ég mikið í pilsi. Var líka vanalega í fleiri en einum bol.

34. Hvað hjálpaði þér við að halda geðheilsunni? Sennilega mamma og pabbi og vinir mínir.

35. Hvaða þekktu persónu girndistu mest? Jesse L. Martin, án efa.

36. Hvaða málefni hafði mest áhrif á þig á árinu? Sennilega allt bröltið í Írak sem engan enda virðist ætla að taka. Og kjarnorkutilraunir Norður Kóreu. Ég er ekkert hissa á því að þeir vilji kjarnorkuvopn. Bandaríkjamenn hafa sýnt að þeir hika ekki við að ráðást á þjóðir sem þeir telja sig geta unnið.

37. Hverra saknarðu? Fjölskyldunnar, vina minna á Íslandi, Ítalíu, Englandi, Bandaríkjunum, Martins.

38. Af nýju fólki sem þú kynntist á árinu, hver stendur uppúr? Martin, auðvitað.

39. Hvað lærðurðu á árinu? Mér finnst ég aldrei læra neitt. Kannski helst það að maður fær óttalega lítið af því sem mann langar í. En ég hafði nú svo sem lært það fyrir löngu.


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband