Vegavinna

Þegar ég bjó í Manitoba var talað um að árstíðirnar fjórar væru eftirfarandi:

VETUR

ENNÞÁ VETUR

ENNÞÁ HELV. VETUR

VEGAVINNA

Vetur í Vancouver eru mildari og við fáum raunveruleg haust og vor en ég uppgötvaði í morgun að sumardagurinn fyrsti var í raun vegavinnudagurinn fyrsti. Á hverjum morgni keyri ég í gegnum þrengslasvæði þar sem verið er að byggja nýja lestarstöð en í morgun var búið að bæta við tveimur stöðum þar sem verið var að grafa veginn í sundur eða laga malbikið. Og á öllum stöðum myndast raðir og maður þarf að bíða og bíða...og eins og Laddakarakter sagði gjarnan: Og bíða og bíða og bíða...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég óska þér gleðilegs sumar Stína mín og óskandi er að þið fáið ágætis sumar þarna í Kanada

Hilmar Gunnlaugsson, 23.4.2009 kl. 18:22

2 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Vona að þú sért á bíl með sjálfskiptingu svo þú fáir ekki harðsperrur af stöðugri vöðvaspennu í bensínfætinum í biðröðunum.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 27.4.2009 kl. 12:31

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Er einmitt svo heppin að ég er á sjálfskiptum. Annars er ég vön gamla rúntinum á Akureyri á gamalli Lödu svo ég er svo sem vön því að vera með fótinn stöðugt á kúplingunni.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 27.4.2009 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband