Lítill heimur - enn og aftur (Bone Detectives)

Ég var í heimsókn hjá vini mínum í gćr og hann sýndi mér ţátt sem hann hafđi tekiđ upp í sjónvarpinu deginum áđur. Ţátturinn heitir 'Bone detectives' og er um náunga sem ferđast á milli stađa, skođar gamlar beinagrindur og reynir ađ komast ađ ţví hvernig viđkomandi lést. Ástćđa ţess ađ vinur minn tók upp ţennan ţátt, og sýndi mér hann, var sú ađ ţessa vikuna var ţáttastjórnandi á Íslandi. 

Af ţví ađ vinur minn vissi ekki í upphafi ţáttar ađ hann gerđist á Íslandi hafđi hann ekki tekiđ byrjunina upp, ţannig ađ viđ erum í miđju atriđi ţegar upptakan hefst. Á skjánum er ţáttastjórnandi, leiđindagaur, og íslensk kona. Ég stari á skjáinn...bíddu...ég kalla upp yfir mig: "Ţetta er hún Guđný. Viđ vorum saman í bekk í menntaskóla". Og jú jú, um leiđ og ég hef kallađ ţetta upp kemur titill á skjáinn...Guđný Zoega. Vini mínum fannst ţetta auđvitađ hrikalega fyndiđ enda ég ţegar búin ađ minnast á ađ vera frćnka Anítu Briem, fariđ í sturtu međ Björk, veriđ í skóla međ Hilmi Snć, o.s.frv. o.s.frv. Og ţarna erum viđ ađ horfa á fornleifaţátt og skólasystir mín birtist á skjánum.

Ţetta var annars ansi athyglisverđur ţáttur. Ţađ sem vini mínum fannst fyndnast var ađ Íslendingunum virtist öllum finnast ţáttarstjórnandi algjör auli ţví ţau horfđu á hann međ ţessum órćđa svip sem benti helst til ţess ađ ţeim litist ekkert á heimsóknina. Ég held svei mér ţá ađ hann hafi rétt fyrir sér í ţví.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Var ţessi ţáttur ekki á Stöđ 2?

Hilmar Gunnlaugsson, 29.4.2009 kl. 13:34

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ţađ er ekki ólíklegt. Annars sé ég aldrei Stöđ 2 ţannig ađ ég hef ekki hugmynd um ţađ.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 29.4.2009 kl. 19:40

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband