Lítill heimur - enn og aftur (Bone Detectives)

Ég var í heimsókn hjá vini mínum í gær og hann sýndi mér þátt sem hann hafði tekið upp í sjónvarpinu deginum áður. Þátturinn heitir 'Bone detectives' og er um náunga sem ferðast á milli staða, skoðar gamlar beinagrindur og reynir að komast að því hvernig viðkomandi lést. Ástæða þess að vinur minn tók upp þennan þátt, og sýndi mér hann, var sú að þessa vikuna var þáttastjórnandi á Íslandi. 

Af því að vinur minn vissi ekki í upphafi þáttar að hann gerðist á Íslandi hafði hann ekki tekið byrjunina upp, þannig að við erum í miðju atriði þegar upptakan hefst. Á skjánum er þáttastjórnandi, leiðindagaur, og íslensk kona. Ég stari á skjáinn...bíddu...ég kalla upp yfir mig: "Þetta er hún Guðný. Við vorum saman í bekk í menntaskóla". Og jú jú, um leið og ég hef kallað þetta upp kemur titill á skjáinn...Guðný Zoega. Vini mínum fannst þetta auðvitað hrikalega fyndið enda ég þegar búin að minnast á að vera frænka Anítu Briem, farið í sturtu með Björk, verið í skóla með Hilmi Snæ, o.s.frv. o.s.frv. Og þarna erum við að horfa á fornleifaþátt og skólasystir mín birtist á skjánum.

Þetta var annars ansi athyglisverður þáttur. Það sem vini mínum fannst fyndnast var að Íslendingunum virtist öllum finnast þáttarstjórnandi algjör auli því þau horfðu á hann með þessum óræða svip sem benti helst til þess að þeim litist ekkert á heimsóknina. Ég held svei mér þá að hann hafi rétt fyrir sér í því.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Var þessi þáttur ekki á Stöð 2?

Hilmar Gunnlaugsson, 29.4.2009 kl. 13:34

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Það er ekki ólíklegt. Annars sé ég aldrei Stöð 2 þannig að ég hef ekki hugmynd um það.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 29.4.2009 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband