Skattar, englar og djöflar

Klukkan er ellefu að kvöldi og ég var að ljúka við kanadísku skattskýrsluna. Skiladagur er á morgun. Þetta er búið að taka mig allt kvöldið enda ógurlega flókið að fylla út þessa skýrslu. Maður þarf að borga fylkisskatt og landsskatt og allt þarf að reiknast með mismunandi prósentum o.s.frv. Skattkerfið er býsna gott hér og skattþrep eru þrjú, en mikið vildi ég að þeir lærðu af Íslendingum hvernig má einfalda útfyllinguna sjálfa.

Góðu fréttirnar eru þær að hafi ég fyllt skýrsluna rétt út (sem ég geri þó aldrei) þá skuldar skatturinn mér töluverðan pening. Hátt á tvö hundruð þúsund. Það væri nú ekki amaleg útkoma.

Og nú ætla ég að halda áfram að lesa Engla og djöfla eftir Dan Brown. Sú bók eru svo miklu betri en DaVinci lykillinn. Hlakka til að sjá myndina sem á að frumsýna eftir tvær vikur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála um Engla og djöfla , miklu betri bók og vona að myndin nái því einnig.

Ásgeir (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 11:06

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Bókin er betri en skattarnir.   Það er hægt að komast heim í sumarfrí fyrir þennan pening ef þú merkir rétt við í skattinn.   Beint flug frá Seattle í sumar. 

Marinó Már Marinósson, 1.5.2009 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband