Hið pólitíska munstur
8.12.2006 | 08:21
Stjórnmálin eru allt í kring um mann þessa dagana. Ekki er hægt að kíkja á moggann án þess að sjá eitthvað um prófkjörin heima, bloggsíður Íslendinga eru fullar af því sama, hér í Kanada voru miðjumenn að kjósa sér nýjan fulltrúa sem á að reyna að ná ríkistjórninni til baka úr höndum íhaldsmanna...
Ég var eitthvað að þvælast um netið og fann síðu Gests Svavars sem var með mér í íslenskunni á sínum tíma, rétt eins og Svandís systir hans. Svavar og Guðrún voru svo mínar hjálparhellur fyrst þegar ég flutti til Kanada. Alla vega, ég var að lesa bloggið hans Gests (http://gammur.blogspot.com/index.html) og sá þá tengil á þessa síðu: http://www.politicalcompass.org/index. Maður svarar fjölda spurninga og síðan er manni sagt hvar maður stendur í pólitíska litrófinu. Ég vissi það nú svona nokkurn veginn en ákvað samt að taka prófið. Í ljós kom að ég er vinstrisinnaður sjálfræðissinni og er nokkurn veginn á nákvæmlega sama stað í litrófinu og Dalai Lama. Hins vegar ekki eins langt til Vinstri og Nelson Mandela og Gestur Svavars.
Það sem mér fannst athyglisverðast var að Steven Harper, forsætisráðherra Kanadamanna fyrir íhaldsflokkinn, er talinn vinstrisinnaðri en Tony Blair. Ég vissi svo sem að Tony Blair er ekki mjög vinstrisinnaður, en að hann skuli vera talinn hægrisinnaðri en hægri menn í Kanada!
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:28 | Facebook
Athugasemdir
Herna eru minar nidurstodur
Economic Left/Right: -8.38
Social Libertarian/Authoritarian: -4.15
liklega a svipudum slodum og thu!
Rut
Rut (IP-tala skráð) 9.12.2006 kl. 06:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.