26 ár frá dauđa Johns
8.12.2006 | 08:42
Í dag eru liđin tuttugu og sex ár síđan John Lennon var skotin fyrir utan heimili sitt í New York. Ég var ekki nema rétt orđin ellefu ára en ég man samt eftir ţessum degi. Ég var tiltölulega nýorđin Bítlaađdáandi og var búin ađ vera ađ hlusta á rauđu safnplötuna (árin 63-66) nćr stanslaust í einhverja mánuđi. Ţarna um kvöldiđ var ég ađ leika mér niđri í kjallara og ţegar ég kom upp voru kvöldfréttirnar á. Ţađ fyrsta sem ég heyrđi var ađ John Lennon hefđi veriđ skotinn. Ég varđ alveg miđur mín. Hver gćti gert svona? Ég held ég hafi ekki hugsađ út í ţađ ţá ađ ţetta ţýddi ađ John ćtti aldrei eftir ađ semja meiri músík, ađ ég myndi aldrei fá tćkifćri til ţess ađ sjá hann á tónleikum, ađ heimurinn hefđi misst einn mesta snilling samtímans. Ég var ellefu ára og hreinlega hugsađi ekki svo langt. Ţar ađ auki var Paul í uppáhaldi alveg frá upphafi og ţađ hefur kannski slegiđ ađeins á. En ég hugsa enn til ţessa dags međ sorg í huga og ég man ađ ég grét ţegar ég horfđi á myndirnar frá sorgmćddum ađdáendum, bćđi í New York og í Liverpool. Og fólkiđ safnađist saman og söng og grét. Einstaka sinnum koma til sögunnar jafnmiklir snillingar og John eđa Paul, en ég held ţađ muni aldrei aftur verđa til tónlistarpar sem jafnast á viđ ţá tvo ţegar ţeir komu saman. Ţađ gerđist eingöngu á sjöunda áratugnum og ég missti af ţví.
Tenglill á frétt frá ţessum degi: http://news.bbc.co.uk/olmedia/cta/events2000/lennon/chapman06.ram

Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.