26 ár frá dauða Johns

 Í dag eru liðin tuttugu og sex ár síðan John Lennon var skotin fyrir utan heimili sitt í New York. Ég var ekki nema rétt orðin ellefu ára en ég man samt eftir þessum degi. Ég var tiltölulega nýorðin Bítlaaðdáandi og var búin að vera að hlusta á rauðu safnplötuna (árin 63-66) nær stanslaust í einhverja mánuði. Þarna um kvöldið var ég að leika mér niðri í kjallara og þegar ég kom upp voru kvöldfréttirnar á. Það fyrsta sem ég heyrði var að John Lennon hefði verið skotinn. Ég varð alveg miður mín. Hver gæti gert svona? Ég held ég hafi ekki hugsað út í það þá að þetta þýddi að John ætti aldrei eftir að semja meiri músík, að ég myndi aldrei fá tækifæri til þess að sjá hann á tónleikum, að heimurinn hefði misst einn mesta snilling samtímans. Ég var ellefu ára og hreinlega hugsaði ekki svo langt. Þar að auki var Paul í uppáhaldi alveg frá upphafi og það hefur kannski slegið aðeins á. En ég hugsa enn til þessa dags með sorg í huga og ég man að ég grét þegar ég horfði á myndirnar frá sorgmæddum aðdáendum, bæði í New York og í Liverpool. Og fólkið safnaðist saman og söng og grét. Einstaka sinnum koma til sögunnar jafnmiklir snillingar og John eða Paul, en ég held það muni aldrei aftur verða til tónlistarpar sem jafnast á við þá tvo þegar þeir komu saman. Það gerðist eingöngu á sjöunda áratugnum og ég missti af því.

Tenglill á frétt frá þessum degi: http://news.bbc.co.uk/olmedia/cta/events2000/lennon/chapman06.ram

 

http://newsimg.bbc.co.uk/media/images/41050000/jpg/_41050018_daylennondied2_bbc.jpg

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband