Hjólaði í vinnuna

Haldiði ekki að ég hafi hjólað í vinnuna í dag! Þetta var náttúrulega síðasti virki dagurinn í hjólavikunni og mér fannst ég verða að hjóla inn. Og svo var veðrið líka gott en ekki sama rigningin og hefur verið undanfarna daga.

Ég setti því vinnufötin í bakpokann, fyllti flösku af vatni og lagði af stað. Ég kveð svolítið fyrir ferðinni enda er Vancovuerborg hæðótt og ég á einum gír, en þetta var bara allt í hinu fína lagi. 'Eg leiddi reyndar hjólið upp eina brekku sem er svo brött að gangstéttin er tröppur, en fyrir utan það átti ég ekki í erfiðleikum með brekkurnar. Það er reyndar miserfitt að fara yfir sumar götur en lengst af var ég á merktum hjólagötum og þar eru vanalega götuljós sem auðvelda manni að fara yfir umferðamestu göturnar. En það hægir óneitanlega á manni.

Það tók mig um 55 mínútur að hjóla þetta enda fór ég rólega. Leiðin er fimmtán kílómetrar og ég hef ekki hjólað svo langt í fjölda ára, svo mér fannst vissara að fara að engu óðslega.

En nú er ferðin heim eftir og að henni lokinni hef ég hjólað 30 kílómetra og ég er bara alveg sátt við það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Hvernig er að ganga að hjóla um á hjóli bara með einu gír?  (Eða, hugsanlega gírlaus?)

(þetta gerði maður hér í gamla daga, áður en gírhjól urðu vinsæl :-)

Einar Indriðason, 16.5.2009 kl. 08:28

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þetta er bara snilld hjá þér.  Ég er líka í "hjólafíling" þessa daganna.   

Marinó Már Marinósson, 16.5.2009 kl. 13:39

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Veistu Einar að það gekk bara ótrúlega vel. Hjólið er svo létt (það er úr áli - ég get haldið á því með einum fingri) að það er miklu auðveldara að hjóla á því en á hjólunum okkar í gamla daga. Þar að auki eru dekkin hörð og mjó þannig að hjólið spýtist áfram. Í þriðja lagi er ekkert fríhjól (freewheel) þannig að pedalarnir halda áfram að snúast þótt maður taki fæturnar af. Það gerir það að verkum að litlar brekkur eru ekkert mál. Langar og brattar brekkkur hins vegar... ekki svo auðveldar.

Hvert hjólar þú Marinó? Í vinnuna? Þér til skemmtunar? Upp í Heiðmörk?

Kristín M. Jóhannsdóttir, 16.5.2009 kl. 16:48

4 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Allt þetta.  Það er vinnustaðakeppni í gangi á landinu og við erum með lið hjá Rauða krossinum og ég er bara helvíti duglegur, þó  að ég segi sjálfur frá og var nærri kominn á grafarbakkann í fyrra. LOL  

Marinó Már Marinósson, 16.5.2009 kl. 18:31

5 Smámynd: Einar Indriðason

Ah, já... meinar.  Svona hálfgert keppnishjól?  Og þú bremsar þá væntanlega með því að "hjóla" afturábak.  Veit ekki alveg hvort þetta myndi henta mér, samt.... mér heyrist þetta vera svolítið hast hjól.  En... gott mál, samt sem áður :-)

Einar Indriðason, 17.5.2009 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband