Ísland sigraði í Kanada
17.5.2009 | 00:10
Ég fór í Eurovision partý í dag. Hér byrjaði keppnin á hádegi og búið var að tengja tölvu við sjónvarpstæki svo hægt væri að horfa á keppnin í almennilegu sjónvarpi, en hún er að sjálfsögðu ekki sýnd hér ytra (nema í Quebec skilst mér).
Það voru um fimmtán manns í partýinu og af þeim löndum sem kepptu voru það eingöngu Ísland og Bretland sem áttu fulltrúa. Enda var klappað mest fyrir þessum löndum.
Allir fengu atkvæðaseðil og síðan var kosið. Okkar niðurstöður voru lesnar upp áður en stigatalning hófst í sjónvarpinu og þegar uppi var staðið fékk Ísland 12 stig frá hópnum. Bretland fékk tíu og mig minnir að Eistlandi hafi fengið átta. Noregur fékk aðeins tvö stig og almennt var púað þegar þeir fengu sína endalausu tólf stig úr talningu. Ég gaf þeim reyndar átta stig.
Vil taka það fram að ég var eini Íslendingurinn á svæðinu og þekkti aðeins þrjá í partýinu fyrirfram þannig að ástæða þess að Ísland sigraði í okkar keppni hafði ekkert með klíkuskap að gera. Það voru einfaldlega allir hrifnir af laginu og af Jóhönnu. Hún var sögð hafa allan pakkann!
Mest var klappað fyrir eftirfarandi:
- Þegar Dimi komst ekki úr jakkanum í upphafsatriðinu.
- Fyrir Jóhönnu.
- Fyrir Virginiu þegar hún öskraði upp yfir sig í lok eins lagsins (man ekki hvers): Frábært, lagið er búið.
- Þegar ein söngkonan fékk olnbogaskot frá fiðluleikara sínum.
- Fyrir gríska söngvaranum þegar hann beraði aðra geirvörtuna rétt sem snöggvast (já, flestir í partýinu var karlmenn og nei, ég var ekki af réttu kyni fyrir neinn þeirra).
Til hamingju Ísland, þetta var frábær árangur. Og í raun er annað sætið betra en fyrsta sætið því við fáum að njóta þess að hafa sent gott lag og góðan fulltrúa en við þurfum ekki að borga brúsann að ári!
Ísland í 2. sæti í Moskvu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já Jóhanna Guðrún Jónsdóttir á eftir að vera heimsfræg og moldrík og flytja til Hollywood. Já Jóhanna er lang besta söngkona sem að við Íslendingar höfum átt og ég er mjög stoltur af henni.
Arnar Björnsson (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 01:19
Skemmtileg frásögn og það hefur örugglega verið gaman að vera á staðnum
Sigrún Jónsdóttir, 17.5.2009 kl. 11:21
Eg saknadi thin nu ur fjolthjoda juropartyinu okkar...! Eg horfdi ad lokum ein a keppnina, thar sem eiginmadurinn hefur engan ahuga og bornin svafu. Eda rettara sagt eg bardist vid ad horfa, thvi hljod og mynd var alltaf ad detta ut a netinu...veit ekki hvort thad var min tenging sem var svona leleg i gaer...! En thad er ljost ad thegar fram lida stundir tharf eg ad thjalfa Oscar og Irene i ad fila Juro!
En gott ad thad var stemmning tharna og gaman ad island fell svona vel i ged hja felogum thinum!
Rut (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.