Rauð eins og karfi

Í dag var fyrsti virkilega góði sumardagurinn í Vancouver. Hitinn fór í 22 stig og sólin skein. Við Akemi fórum og fengum okkur brunch og skelltum okkur svo á ströndina. Í kvöld er ég rauð eins og karfi og ber Aloe Vera á mig á klukkutíma fresti.

Á morgun ætla ég í langan hjóltúr með Kathy.Það er Victoríudagur í Kanada og þar af leiðandi frídagur. Mikið eru langar helgar dásamlegar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Datt hér inn í hitamóki, rétt búinn að uppgötva að hitastigið í Kópavogi, Garðabæ og jafnvel Hafnarfirði er 2-3 gráðum hærra en í Reykjavík. Núna í hitabeltinu rétt undir 20C og klukkan langt gengin fram á kvöld. Evróvision hitinn ekki meðtalinn, enda var hann í gær og fyrradag.

Þessu ástandi er spáð jafnvel fram á eða yfir uppstigningardag á fimmtudaginn. Gæti verið spábilun ...

Herbert Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband