Sumardagar í Vancouver

Það er hálfgerð hitabylgja í Vancouver. Sól og blíða og hitinn um 25 stig. Í gær fór hann í 30 stig sem er einstaklega óeðlilegt fyrri Júní í Vancouver. Hér er gott veður en yfirleitt aldrei eins heitt og það verður á sléttunum.

Það hittist reyndar illa á að heitasti dagurinn skyldi vera í gær því þá fór fram svokölluð 'commuter challenge'. Allir voru hvattir til þess að koma til vinnu á sem 'grænastan' hátt; hjóla, ganga, nota almenningssamgöngur, o.s.frv. Ég hjólaði ásamt nokkrum félögum úr vinnunni. VIð hittumst við kínahverfið og hjóluðum á kaffihús þar sem við fengum okkur morgunverð áður en við héldum lengra. Það var erfitt. Ég þurfti að hitta gengið fimmtán mínútur yfir sjö og ég skríð vanalega ekki framúr rúmi fyrir stuttu fyrir sjö. Þannig að ég þurfti að vakna miklu fyrr en vanalega þar sem það tók mig næstum hálftíma að hjóla til hinna. 'Eg bý lang lengst í burtu af þeim sem hjóluðu inn saman.

Það var reyndar ekki erfitt að hjóla inn enda ekki orðið svo heitt, en heimleiðin var erfið. Hitinn var mikill og við vorum að stikna á hjólunum. Stoppuðum á leiðinni til að fá okkur ís. Mmmm...endalausar tegundir af ís sem fást þarna. Þær athyglisverðustu eru súkkulaði-chilli- ís, karrí ís og gorgonzola ís. Ég endaði á því að fá mér gamaldags romm og rúsínu ís.

Ég er ekki búin að ákveða hvað ég ætla að gera um helgina en ég hef trú á því að það muni að einhverju leyti innihalda hjól og að einhverju leyti ströndina!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Kíki alltaf á færslurnar þínar - enda lít ég á þig sem "óopinberan sendiherra" meðal íslenska minnihlutans og meðal innbyggjara á Láglendi Bresku Cólumbíu.

Svomikið Vancouver-fan er ég að mér dettur jafnvel í hug að fara að hjóla bara þegar ég les þetta.  Reyndar byrjaði ég aftur að nota reiðhjól sem samgöngutæki á UBC- Campus 1992 - sem mér datt ekki í hug í mörg ár heima á Akureyri.  Jafnvel að hjóla í haustrigningu og vetrarslabbi - Í Canada - sem mér hafði aldrei áður dottið í hug . . . .

Farðu varlega í gegn um "sprinkler-gildrurnar" á grænum svæðum . . . snemma morguns

Benedikt Sigurðarson, 5.6.2009 kl. 17:35

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk fyrir innlitið Bensi. Ég mun fara varlega.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 6.6.2009 kl. 21:07

3 Smámynd: Sigurjón

Sæl frænka.

Gaman að lesa að það er hlýtt og notalegt á þér í Sendibílsábreiðu.  Ég er einmitt þessa dagana að reyna að útvega mér hjól til að hjóla í vinnuna og reyna að hreyfa aðeins á mér rassgatið...

Kveðja frá Klakanum, Sjonni

Sigurjón, 7.6.2009 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband