Skíðað í lok maí
7.6.2009 | 20:11
Ég fór á skíði um síðustu helgi. Ef ég skrifaði þetta í apríl væri það svo sem ekki í frásögur færandi en þar sem nú er júní og síðasta helgi innihélt síðustu tvo dagana í maí þá gerir það betri sögu.
Við vorum átta sem tróðum okkur í sendiferðabíl og ókum til Whistler. Í hópnum voru ýmis konar kvikindi, svo sem einn Dani, einn Þjóðverji, einn Íslendingur, einn Kani, einn Kanadamaður sem ólst upp á Englandi, einn hálfur Kanadamaður og hálfur Zimbabwi sem ólst upp meðal annars upp í Finnlandi, og svo tveir svona venjulegir Kanadamenn.
Hitinn fór yfir tuttugu stig, snjórinn var blautur, aðeins hluti annars fjallsins var opinn en við skemmtum okkur æðislega. Ég skíðaði á stuttbuxum allan daginn.
Hópur fólks safnaðist saman fyrir framan uppistöðulónið sem notað er til að búa til snjó og markmiðið var að renna sér á skíðum eða snjóbrettum niður brekkuna og yfir vatnið án þess að detta ofan í. Sumum tókst það og sumum ekki. Skemmtilegast var þegar það tókst ekki.
Brunnin á enni en hamingjusöm að degi loknum skellti ég mér í fótboltann um leið og ég kom heim. Já, þvílíkur dagur.
P.S. Ekki má gleyma bangsa. Hversu oft fer maður á skíði og horfir á birni á rölti fyrir neðan skíðalyftuna?
Athugasemdir
Ertu ekki að grínast með þessa flottu skíðaferð. Næææææss! Og hrikalega flott mynd af þér!
AuðurA (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.