Hungruð fjallaljón

Ég las í fréttum fyrir helgi að óvenju mikið hefði sést til fjallaljóna í kringum Squamish í Bresku Kólmbíu undanfarna daga. Squamish er á milli Vancouver og Whistler og er mikið útivistarsvæði. Svo virðist sem alla vega fjögur fjallaljón séu á vappi á svæðinu.

Ég fór í fjallgöngu með fjórum öðrum þarna nálægt á sunnudaginn. Við töluðum aðeins um fjallaljón en töldum að við værum algjörlega örugg af því að það eru alltaf svo margir að labba þetta fjall. Hugsið ykkur að eins margir væru að ganga Esjuna og þið mætið þegar þið gangið niður Laugarveginn. Nei, hugsið ykkur Laugarveginn í jólaösinni. Ekkert fjallaljón myndi hætta sér á svo fjölmennt svæði. - RANGT.

Ég komst ekki af því fyrr en tveim dögum síðar að fjallaljón réðst á hund á þessum sama stíg aðeins tveim dögum áður. Það tók hundinn beint fyrir framan eigandann, stökk með hann upp í tré og át hann. Stígnum var lokað á laugardeginum en einhverjir asnar fóru samt þarna upp (fólk er fífl) og ljónið greip annan hund. Að þessu sinni náði eigandinn honum í burtu og ljónið var skotið. Tekið var fram í fréttinni að fjallaljónið hafi ekki verið vitund hrætt við göngugarpana á fjallinu!

Og ég sem hafði setið ein um stund undir stórum kletti á meðan ég beit eftir vinum mínum sem gengu hægar. Mér höfðu dottið fjallaljón í hug - og ég leit meira að segja í kringum mig, en eins og ég sagði, bjóst ekki við að ljónin hætti sér svona á milli manna. Það er greinilegt að maður verður að passa sig þegar gengið er um ákveðin svæði og alltaf verður að halda hópinn.

Reyndar ráðast fjallaljón vanalega ekki á fullorðna en maður veit aldrei.

Í gær réðst fjallaljón á litla stelpu í Brackendale nálægt Squamish. Hún var á göngu með mömmu sinni. Stelpan bjargaðist og ljónið var skotið. Tvö ljón fallin - eru tvö enn á ferli? Eða eru þau fleiri?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thad er augljoslega ekki einfalt ad bua i bestu borg i heimi. Thu hittir skogarbjorn thegar thu ferd a skidi, fjallljon bida i leyni eftir ther a fjallgongu, og eg hef ekki heyrt ad thu hafir thorad ad hlaupa uti skogi eftir dularfullu mordin thar...kannski keyptirdu hjolid thessvegna!!! Viltu ekki bara fara ad stunda kaffihus i rolegheitunum Stina?

Rut (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 08:41

2 Smámynd: Oddur Ólafsson

Við gistum þarna í júlí í fyrra, fórum einmitt út að ganga meðfram ánni að kvöldi til.  Vorum kannski bara heppin að sleppa.....

Oddur Ólafsson, 18.6.2009 kl. 17:29

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

En hvað þegar náttúruan kemur heim til manns? Fólk í Whistler þarf að passa sig því skógarbirnir koma inn í bæinn í leit að æti. Enginn er öruggur í Churchill fyrir hvítabjörnum, o.s.frv.

Best er ef dýr og menn lifa í sátt og samlyndi - og þessi fjallaljón voru ekki skotin fyrr en eftir að þau réðust á hund/barn. 'A meðan þau láta fólkið í friði hefur fólkið látið kettina í friði.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 19.6.2009 kl. 00:43

4 identicon

Hvernig ætli fjallaljónskjöt bragðist annars?   

Eiríkur (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband