Passa sig aðeins

Leikkonan sem leikur hina forljótu Betty Suarez í bandaríska sjónvarpsþættinum Ugly Betty...

Heyrðu heyrðu heyrðu. Orðið 'forljót' er virkilega ógeðfellt orð og alltof gildishlaðið til að eiga heima á fréttasíðu, jafnvel þótt verið sé að vísa til karakters í sjónvarpsþáttum. Þar sem leikkonan Ferrera er augljóslega gullfalleg þá er ljóst að það sem ófríkkar Betty eru spangirnar og þykk gleraugun. Skemmtilegt að segja unglingsstúlkum frá því að spangir geri þær forljótar. Þær verða ábyggilega æstar í að láta laga í sér tennurnar eftir svoleiðis upplýsingar. Mér finnst nú allt í lagi að passa sig aðeins þótt einungis sé verið að segja slúðurfréttir. 


mbl.is Tímafrekt að gera sig ljóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna

Hjartanlega sammála þér í þessu. 

Anna, 21.6.2009 kl. 10:45

2 identicon

Ég hef aldrei skilið þetta bull, mér finnst Ljóta Bettý bara falleg stelpa, lítið varið í leikkonuna hinsvegar svona dræ..... 

Mundi (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 13:00

3 identicon

Sammála. Mjög ósmekklega orðuð frétt!

F (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 16:11

4 Smámynd: Dúa

Hmmm....þátturinn heitir nú Ugly Betty. Ætti þá nokkuð að framleiða þáttinn?

Dúa, 21.6.2009 kl. 21:18

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Dóra mín, reyndu að skilja muninn á milli ljótur og forljótur.  Það hljómar kannski eins í þín eyru en ég held að allir sjái að orðin þýða ekki það sama.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 21.6.2009 kl. 22:15

6 Smámynd: Dúa

Er ég Dóra eða....?

Dúa, 22.6.2009 kl. 00:04

7 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Dóra - Dúa, ljótur - forljótur. Jú, það er greinilega munur.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 22.6.2009 kl. 20:49

8 Smámynd: Dúa

Ég hef verið kallaður Sigtryggur í vegabréfaeftirliti...so...

Ekki mjög sambærilegt hjá þér. Dúa og Dóra er sitthvort eiginnafnið.

Ljótur er lýsingarorð sem þýðir ófríður. For- er forskeyti sem er notað til áherslu. Þannig þýðir forljótur: mjög ljótur. Sem sagt stigsmunur eða áhersluauki. Júbb orðin þýða það sama.

Dúa, 23.6.2009 kl. 01:08

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Stína mín: Þetta er lúxusvandamál.

Ugly Betty er forljót í karakter.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.6.2009 kl. 09:54

10 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég skrifaði nú bara Dóra af því að ég mislas, en fannst tilfalið að nota mistökin til að sýna að öll orð þýða ekki það sama. Rétt eins og Dúa og Dóra þýða ekki það sama þá þýða ljótur og forljótur ekki það sama. Þrátt fyrir að bæði orðin hafi merkinguna að vera ljótur þá er munurinn meiri en bara áherslumunur. Geturðu ekki annars fundið þér einhvern annan til að deila við? Ég benti einfaldlega á að það væri ástæðulaust að gera konuna 'forljóta' þótt þátturinn heiti Ljóta Betty. Þér er velkomið að hafa aðra skoðun en ég ætla ekki að deila um þetta við þig. Ef ég vil deila við fólk þá vil ég frekar deila um pólitík.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 23.6.2009 kl. 14:11

11 Smámynd: Dúa

Fyrigefðu að ég var svo vitlaus að halda að það væri opið fyrir athugasemdir hérna. Ég sá heldur ekki skiltið sem segir : Hér má bara deila um pólitík! Mér sýndist standa : Gangið ekki á grasinu!

Dúa, 23.6.2009 kl. 18:01

12 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Þér er velkomið að gera athugasemdir. Þess vegna er einmitt opið fyrir þær. Hins vegar leiðist mér að deila við fólk á netinu og þess vegna reyni ég einmitt að skrifa ekki um neitt sem veldur deilum. Mér datt ekki í hug að einhver myndi taka það nærri sér þótt ég hefði orð á því að blaðamaður ætti kannski að passa sig áður en hann/hún kallaði einhver forljótan. Veit ekki af hverju þú tókst þetta svona nærri þér - mér sýnist þú eyða plássi í það á þínu bloggi að skammast í fréttamönnum. Geturðu ekki bara haldið því áfram og hætt að skammast í mér?

Kristín M. Jóhannsdóttir, 24.6.2009 kl. 02:57

13 Smámynd: Dúa

Tók þetta alls ekki nærri mér. Ég er bara ósammála þér. Það er munur á að taka eitthvað nærri sér og vera ósammála. Ég m.a.s. færði rök fyrir skoðun minni sem byggja á íslenskri tungu.

Ég er alveg búin að ná því að þér líkar ekki að fólk á öndverðri skoðun við þig geri athugasemdir. Líka því að skoðun þín breytist frá þvi að þú viljir bara deila um pólitík í það að þú viljir bara ekki deilur.

En nú skal ég hætta að "skammast" í þér og eyða mínu eigin plássi í skammir.

Sá heldur ekki skiltið : Vertu úti

Dúa, 24.6.2009 kl. 10:04

14 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Dúa, skoðun mín breyttist ekkert. Ég sagði í fyrri færslu: "Ef ég vil deila við fólk þá vil ég frekar deila um pólitík." Ég sagði í síðari færslu að ég vildi ekki deila við fólk Á NETINU. Það þýðir einfaldlega að ef ég deili við einhvern á annað borð vilji ég helst deila um pólitík en ég sjái ekki netið sem vettvang fyrir það. Deilur eiga helst heima augliti til auglits, ekki á bloggsíðum. Ég nota mína bloggsíðu fyrst og fremst til þess að segja vinum og kunningjum frá því sem ég er að dunda mér við. Ef ég hefði áhuga á að deila við ókunnugt fólk um gagnslausa hluti þá myndi ég halda úti bloggi sem fyrst og fremst kommentar á fréttir og þvíumlíkt! 

Og þú bendir á að þú hafir færst rök fyrir máli þínu. Rök þín voru þau að það sé stigsmunur á ljótur og forljótur og að af því að þátturinn heiti Ljóta Betty þá sé ekkert athugavert við það að blaðamaður skuli kalla hana forljóta. En mín upphaflega athugasemd var einmitt að deila á að hann skuli ekki hafa látið sér nægja að kalla hana ljóta heldur hafi þurft að kalla hana forljóta. Ég var einmitt að gagnrýna þessa stigsaukningu. Þannig að segja má að þú hafir verið andvíg skoðun minni vegna þess að orðin hafi einungis stigsmun en ég var að gagnrýna fréttin út af þessum stigsmun. Þar af leiðandi má segja að rökin sem þú færðir fyrir máli þínu hafi verið gagnslaus.

Þér er velkomið að skrifa hér aftur og eiga síðasta orðið en ég er hætt að eyða tíma mínum í gagnslausa deilu.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 24.6.2009 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband