Í fótbolta

Ég leik með þremur fótboltaliðum. Aðalliðið er Vancouver Presto, sem er fjórðudeildarlið kvenna. Við höfum leikið saman í sex ár og sitjum kyrfilega í efri hluta fjórðu deildar en erum ekkert á förum upp.

Ég hef líka leikið í rúmlega ár með blönduðu innanhússliði. Leikið er sex gegn sex og þurfa að vera tveir kvenmenn á vellinum. Við spilum nú í fimmtudeild, en ég er ekki viss af hverju því liðið er býsna gott.

Í vor stofnuðum við svo nokkur í vinnunni lið sem spilar í UBC deild. Leikið er utanhúss á grasi en liðin spila sjö á móti sjö. Við heitum því ömurlega nafni Wyld Stallyns, sem er víst tekið úr myndinni um Bill og Ted. En þrátt fyrir ömurlegt nafn þá er Wyld Stallyns býsna gott lið og við urðum á sunnudaginn í öðru sæti í deildinni og spiluðum þar að auki úrslitaleikinn í úrslitakeppninni. Töpuðum honum naumlega, 1-2. Set inn mynd af liðinu sem tekin var í upphafi úrslitakeppninni. Takið eftir að ég spila í íslensku landsliðstreyjunni. Veit ekki hvort það er gott eða...

Wyld Stallyns


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband