Dásamlegur sumardagur í Vancouver
4.7.2009 | 06:46
Á dögum eins og þeim í dag velti ég því fyrir mér hvernig ég get nokkurn tímann flutt frá Vancouver. Þessi borg hefur nokkurn veginn upp á allt að bjóða sem mann vantar. Veður er milt hvort sem er sumar eða vetur, menningin er margvísleg, fjöldi góðra veitingastaða, skemmtistaða, leikhúsa, alltaf spennandi tónleikar í boði. Og útivistarlífið er frábært. Vegna þess að borgin liggur við Kyrrahafið er sjórinn þokkalega hlýr og baðstrandir eru nokkurra kílómetra langar. Hér eru nóg tækifæri til að sigla, róa kajak, eða þjóta um spíttbát. Þá eru fjöllin rétt fyrir ofan borgina og fjöldi spennandi göngustíga sem hægt er að velja um. Á veturna er stutt á skíðasvæðin í Norður Vancouver og ef maður er til í að keyra í nokkra klukkutíma er hægt að velja úr einum fimm öðrum skíðasvæðum. Og ef maður vill ekki fara á skíði þá er spennandi að labba í gegnum skóginn í fjöllunum á gönguskíðum eða snjóþrúgum.
Í dag var frídagur hjá mér. Ég dólaði mér í morgun og fór svo niður á strönd. Það tók mig rúmar tíu mínútur að labba niður á Locarno ströndina og þar flatmagaði ég í fjóra klukkutíma. Baðaði mig í sólinni, las smásögur um Kurt Wallender og synti meira að segja í sjónum. Sjávarhiti var 16 gráður sem er þokkalegur lofthiti á sumardegi á Íslandi (þó mér skiljist að sé verulega heitara þessa dagana).
Um hálf fimm fór ég heim því ég vildi ekki brenna. Svo ég labbaði upp brekkuna, eldaði mér mousaka sem ég borðaði með bestu list. Keyrði svo niður í Stanley garð og skautaði sjávarvegginn svokallaða (the Seawall). Það tók tæpan klukkutíma og var alveg dásamlegt. Sólin var að setjast og mikið líf og fjör á ströndunum enda föstudagskvöld. Svona daga upplifir maður ekki alls staðar.
Athugasemdir
Ohhh rub it in ;)
Halldóra (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 12:20
Besta borg í heimi samkv. könnun.
Ertu sammála?: http://olii.blog.is/blog/olii/entry/907664/
Sammála (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 14:20
Ég hef náttúrulega ekki búið víða en ég get séð hvers vegna Vancouver skorar svona vel á könnunum um bestu borgir í heimi. Hér er reyndar ekki ódýrt að búa en lífsgæðin eru há. Frábær staður.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 4.7.2009 kl. 17:08
Ég hef alltaf haft thad á tilfinningunni ad kanadamenn séu gott fólk. Allt annad enn glaepahyskid fyrir nedan thá á kortinu. Einnig veit ég ad their eru ekki eins fordómafullir og taka vel á móti útlendingum. Thar fyrir utan eru stjórnmálin í miklu betra horfi og eignaskiptingin mun réttlátari.
En hvad er ad frétta af árásarmanninum eda mönnunum....thessum sem rédst/rédust á konuna...man ekki alveg hvad gerdist....er búid ad góma vidkomandi?
Sammála (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 19:54
Hvernig var 1. júlí?
Sammála (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 20:00
Það hefur aldrei neitt frést af því máli. Ég heyði sögur um að þetta hafi ekki verið tilviljanakennd árás en það hefur aldrei verið staðfest.
Ég er sammála þér um það að Kanadamenn séu yfir höfuð gott fólk. Þeir eru kurteisir og yfirleitt með fætur á jörðinni, og jú landinu hefur verið þokkalega stjórnað. T.d. hrundu bankarnir ekki hér eins og víða því Kanadamenn eru með ströng bankalög.
Fyrsti júlí var ágætur. Þetta var fallegur sólardagur og ég fór á Granville island með vinkonum mínum og reikaði þar um og hlustaði á tónlist áður en ég fór inn á veitingastað þar sem við sátum úti á palli, borðuðum, drukkum og nutum lífsins.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 5.7.2009 kl. 16:29
Blessuð og sæl Kristín!
Hitin í dag í Höfuðstað norðurlands var um 19 gráð'ur, en eins og stundum, heldur of hvass. Júli hefur annars verið afbragð, í gær til dæmis góðar 20+ í andvara!
Bærinn líka fullur af fólki, pollamót eldri og yngri í gangi og strax nú í kjölfarið er svo að byrja landsmót UMFÍ í bænum!
En ástæðan fyrir því að ég gerist svo djarfur að stökkva hér inn á þig, er að ég sá þig lofsyngja Joey Bonamassa inn á síðunni hans Eyjó vinar míns á blogginu og bróður í blús og fleiri slíkri eðal rótartónlist!
Gladdi mig að lesa þetta, hef nokk fylgst með þessum strák eða frá því hann varð fyrst þekktur vart af barnsaldri í hljómsveit sem hét Bloodline.
Bestu kveðjur til þín í landinu risastóra.
Magnús Geir Guðmundsson, 5.7.2009 kl. 22:05
Takk fyrir innlitið Magnús Geir. Já, Joe Bonamassi er snillingur. Hafði aldrei heyrt á hann minnst fyrr en á Bumbershoot í fyrra. Maður upppgötvar oft snillinga á útihátíðum. Fyrir þremur árum fór ég á Bluesfest í Ottawa og uppgötvaði þar Eric Lindell sem er annar snillingur og eins Elvis Perkins, son Anthony heitins Perfect úr Psycho. 'Eg er einmitt að plana að setja eitt eða tvö lög með honum hér á síðuna mína. Hann á að spila á Bumpershoot í ár og ég er að hugsa um að skella mér.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 7.7.2009 kl. 20:24
Takk kærlega fyrir þetta Kristín, settu endilega lög með þeim inn, kannast við þá báða, hef heyrt þeirra getið og þá meira Perkins, en á ekki plötur með þeim.Tekst auðvitað allur á loft þegar ég sé fólk hrósa góðu listafólki og þá einmitt ef það er ekki endilega það frægasta í poppalgleyninu! (ekki verra svo ef viðkomandi séu svo líka frá fallegum bæ norður í landi!)
Eyddi einum níu árum að stórum hluta í músíkskrif Fyrir Dag á tíunda áratugnum, sem skýrir enn betur fyrir þér "innrásina" mína á þig hérna!
Þú ert auðvitað öfundsverð af tónlistartækifærunum þarna (þó ég sé nú lítt að kasta rýrð á það sem hérlendis er á bostólnum) svo ég minnist nú ekki á fleira og víst er að ekki skortir eða hefur skort úrvalið af fínum tónlistarmönnum frá Kanada,s em gert hafa garðin frægan á ýmsum tímum. Hélt og held enn gríðarlega mikið upp á Jeff Healey til dæmis, blinda strákin frá Ontario, sem ekki bara verðskuldaði snillingsnafnbótina sem gítarleikari (og söng einnig vel) heldur sem afarsnjall blásari líka!
því miður kvaddi hann alltallt of snemma á sl. ári blessaður, af víst þeim völdum, krabba, er leiddi til blindu hans á unga aldri.
Þú hefur kannski séð hann einhvern tíma?
Magnús Geir Guðmundsson, 8.7.2009 kl. 19:14
Hæ Magnús. 'Eg man eftir dálknum þínum í Degi. Man að ég hafði yfirleitt aldrei heyrt minnst á tónlistarmennina sem þú skrifaðir um.
Hef heyrt nafnið Jeff Healey en man ekki eftir að hafa heyrt í honum. Því miður.
Hef sett inn færslu um Perkins. Skrifaði um Lindell fyrir löngu svo ég setti ekkert inn núna en þú getur séð hann t.d. hérna: http://www.youtube.com/watch?v=lohOQo2-BRY Þessi upptaka er einmitt frá tónleikunum sem ég sá með honum. Hér er skrítin tilviljun: Hann er einmitt að spila á Bluesfest í Ottawa í kvöld. Vildi að ég væri þar.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 8.7.2009 kl. 23:30
TAkk kærlega Kristín, alveg ágætt svona við fyrstu áheyrn og gítarhljómurinn flottur!
Haha, kemur kannski ekki alveg á óvart þótt margt hafi nú komið ungum snótum spánskt fyrir sjónir sem ég var að skrifa um þarna í gamla daga, en eitt af því sem mér þótti þó einna skemmtilegast og mest vænt um, ef eitthvað af þessu varð uppgötvun fyrir yngri lesendur og ég fékk að heyra um. Það gerðist bara nokkuð oft og gilti til dæmis um einmitt kanadiska "rokktröllið" Neil young sem dæmi og til dæmis ýmsar rokksveitir sem örlögin höguðu því til, að ég varð einna fyrstur að vekja athygli á, t.d. hinum bresku Primal Scream og Oasis og ammrisku nýpönkurunum í Green Day og Offspring.án þess að grobba þó neitt af þessu, þá urðu nú þessar sveitir allar heimsfrægar eftir þessi skrif mín, enda hef ég ekki sent reikning ennþá til neinnar þeirra fyrir vikið hehe!
Nú veit ég sem best, að Kanada er stórt land, en verð þó að viðurkenna að þú kemur mér á óvart að kannast lítt við Healey, hann varð nú á ´timabili allavega einn af þekktari tónlistarmönnum Kanada og virtari. (fyrsta platan hans kom 1988 og heitir See The Light, svo léku hann og félagar fljótlega í kjölfarið sjálfa sig í nokkuð þekktri mynd, en ekki mjög góðri reyndar fyrir minn hatt, Roadhouse, þar sem patrick Swaysy lék aðalhlutverkið, þar sem músíkin var þó mjög flott) Þú getur fundið fullt af myndböndum geri ég ráð fyrir á t.d. Youtube, til dæmis með hans mjög vinsælu ballöðu, Angel Eyes, kann ekki sjálfur að vísa á þau.)
Magnús Geir Guðmundsson, 9.7.2009 kl. 17:49
Afsakaðu, ekki beinlínis fallegur stíll á textanum hjá mér, allt of mikið af endurteknum "til dæmis" haha, já til dæmis!
Magnús Geir Guðmundsson, 9.7.2009 kl. 17:53
Tékkaði á Healey á Youtube og er sammála - hann er hrikalega flottur.
Ég skil ekki af hverju hann hefur ekki hlotið meiri athygli í Kanada á síðari árum. Það er eins og hann hafi gleymst. 'Eg er búin að búa hér í næstum tíu ár og man ekkert eftir honum. Tékkaði líka á safndiskunum Oh WHat a Feeling, sem hafa verið gefnir út þrisvar. Þar má sjá Jeff Healey Band á fyrsta safninu frá 1996, en hann er ekki að finna á útgáfunum frá 2001 og 2006, nema hann komi þar fram undir öðru nafni eða annarri hljómsveit. Sjá lista hér: http://www.mininova.org/tor/2423321
Kristín M. Jóhannsdóttir, 9.7.2009 kl. 18:13
Blessuð aftur!
Ah, ég hefði líklega getað sagt bæði mér og þér það strax, að kannski væri ekki von að hann væri svo áberandi, bæði hefur hann lítið gefið út með JHB sl. árin raunar aðeins tvær á þessari öld og þar af kom sú seinni út rétt eftir að hann lést á sl. ári. Hann hefur hins vegar sinnt hinu bandinu mun betur á þessum tíma og það já skýrir líklega hví hann er ekki á þessum safnskífum sem þú nefnir!? (en ég þekki ekkert til) Jazz Wizards heitir hitt bandið og þar spilaði hann minnir mig bæði á kornett og trompett. Mikil sveiflumúsík og vel fjörug!
Afsakaðu að ég talaði eins og það væri bara sjálfsagt að þú vissir hver þetta væri, en ekkert er nú sjálfgefið þó manni finnist það eiga að vera þannig!
Magnús Geir Guðmundsson, 9.7.2009 kl. 22:34
Það kemur mér oft á óvart hversu lítið Kanadamenn vita um sína eigin listamenn, hvort sem þeir eru í tónlist eða kvikmyndum. Maður er svo vanur því frá Íslandi að vita nokkurn veginn allt ef maður hefur áhuga á annað borð.
Skil reyndar ekki af hverju Healey var ekki meir hampað síðastliðin ár því hann var greinilega snillingur.
Safndiskarnir sem ég nefni eru úrval kanadískrar tónlistar - gefið út á nokkurra ára fresti. Ég á tvö fyrri söfnin en vissi ekki af því síðasta fyrr en ég fann þessa síðu.
Kíktu annars á lögin með Weakerthans sem ég setti inn í dag. John Samson er snillingur og ættu Íslendingar að vita meira um hann þar sem hann er einn fjórði íslenskur.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 9.7.2009 kl. 23:50
Geri það og skoða vel, en spurning hvort Healey hafi kannski ekki fallið í kramið hjá þeim er sjá um þessa útgáfu eða eitthvað, maður veit aldrei. Annars merkilegt hvað margir þekktir tónlistarmenn koma þarna frá Ontario, auk Healey og Young, eru til dæmis Sania Twain, Alanis Morrisette, Robbie Robertson (gítarleikarinn úr The Band) gamli hjartaknúsarinn frá sjötta og sjöunda áratugnum paul Anka og svo ungi "sjarmörinn" þarna, JB Fortune, öll kennd við það svæði meðal annara.
Bestu kveðjur úr norðlensku sumarnóttinni, sem ekki alveg er jafn hlý og í Vancouver,en yndisleg samt og kyrrlát og takk sérstaklega vel fyrir að "Setja mig á danskortið þitt"!
Magnús Geir Guðmundsson, 10.7.2009 kl. 01:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.